Starfsemi sveitarfélagsins skert á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir
Sveitarfélagið Hornafjörður fer ekki varhluta af faraldrinum Covid-19 eins og flest önnur samfélög. Samkvæmt ráðleggingum sóttvarnarlæknis og Almannavarna hefur þurft að loka eða skerða þjónustu sveitarfélagsins. Ýmsum aðgerðum er beitt til að draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa. Þær stofnanir sem hafa skert þjónustu sína eru: Afgreiðsla Ráðhúss sveitarfélagsins verður lokuð....
Lesandi mánaðarins
Eystrahorni barst þessi stór skemmtilega mynd af labrador hundinum Nóa Svan þar sem hann virðist vera að lesa síðasta tölublað Eystrahorns.
Myndin með forsíðugrein blaðsins af krökkunum í barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar að leika sér í ánni við Þorgeirsstaðarfoss hefur örugglega heillað og kannski hefur Nói óskað sér að geta buslað með krökkunum í ánni. Ósagt skal látið hvort...
Grænt og vænt í matinn
Í rúm þrjú ár hef ég að mestu leyti neytt matar sem á uppruna sinn í plönturíkinu og var beðin um að skrifa hér pistil um mína reynslu. Á ensku er oft talað um “whole-food plant-based diet” en ég hef ekki fundið neitt nógu lipurt orðtak yfir það á okkar ylhýra. Í draumalífi myndi ég helst vilja...
Vel heppnuð námsferð til Noregs
Fyrstu vikuna í október fóru 10 nemendur úr FAS til Brønnøysund í Noregi og var heimsóknin liður í þriggja ára samstarfsverkefni á vegum Nordplus Junior. Þetta er síðasta árið í verkefninu. Auk Íslands og Noregs taka Finnar líka þátt í verkefninu sem ber heitið Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and...
Stórt ár framundan
Grétar Örvarsson tónlistarmaður er Hornfirðingur í húð og hár. Hann fæddist á Þinghóli, heimili afa hans, Karls Unnars Magnússonar, sem var innabúðarmaður í járnvörudeild Kaupfélagsins alla sína starfsævi og ömmu, Signýjar Gunnarsdóttur. Amma Grétars tók sjálf á móti honum, en á þessum tíma var hún ljósmóðir sýslunnar. Grétar ólst þar af leiðandi...