Hljómsveitin Fókus sigurvegarar Músíktilrauna
Það má með sanni segja að Hornfirðingar séu ríkir af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki. Laugardaginn 1. apríl síðastliðinn áttu Hornfirðingar fulltrúa í tveimur stórum tónlistarkeppnum. Ísabella Tigist Feleksdóttir tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FAS þar sem hún flutti lagið all the pretty girls með Kaleo, Ísabella flutti lagið glæsilega og var FAS til mikils sóma. Rokkhljómsveitin...
Sýning sem nær til allra
Leikfélag Hornafjarðar hefur verið starfandi í 60 ár og skemmt Hornfirðingum með fjölda leiksýninga. Þar kemur að fólk úr öllum áttum sem sökkvir sér í heim ævintýra og skapar hvert listaverkið af fætur öðru. Leiksýningin í ár er engin undantekning. Sýningin Galdrakarlinn í Oz var frumsýnd 24.mars fyrir fullu húsi og góðum undirtektum. Leikritið er byggt á...
Nítugasta ársþing Ungmennasambands Úlfljóts
Nítugasta ársþing USÚ fór fram á Hótel Vatnajökli, fimmtudaginn 23. mars s.l. Þingið var vel sótt en alls mættu 38 fulltrúar af þeim 52 sem rétt áttu til þingsetu. Öll virk aðildarfélög, nema tvö sendu fulltrúa á þingið. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Sigurjón Andrésson bæjarstjóri stýrði þinginu og Jón Guðni...
Leikfélag Hornafjarðar
Starfið veturinn 2022 - 2023
Leiklistarstarfið fór vel af stað í vetur hjá okkur í Leikfélagi Hornafjarðar. Leikfélag Hornafjarðar á sér langa sögu og á síðastliðnu hausti fagnaði það 60 ára afmæli sínu. Afmælið var haldið hátíðlegt með uppsetningu á leikverkinu Hvert örstutt spor í leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar, í samstarfi við FAS....
Opinn fundur um Breiðamerkursand
Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boðar til kynningar- og hugarflugsfundar um framtíð Breiðamerkursands og Jökulsárlóns í Mánagarði, þriðjudaginn 2. júlí n.k., frá kl. 18:00-22:00. Boðið verður upp á súpu og kaffiveitingar meðan á fundi stendur.
Svæðisráð hefur undanfarna mánuði unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand og er fundurinn liður í þeirri vinnu. Á fundinum verður óskað eftir hugmyndum og ábendingum...