Fréttir úr Þrykkjunni
Í október mánuði og það sem af er nóvember hefur nóg verið að gera hjá ungmennum sem sækja Þrykkjuna félagsmiðstöð. Í október var haldið upp á hrekkjavökuna aldursskipt. Tess Rivarola starfsmaður Þrykkjunnar föndraði með yngri hópnum í 5.-7. bekk grímur og ákveðið var út frá því að hafa samband við foreldra og íbúa Hornafjarðar til að fá...
Góðir grannar heimsækja FAS
Í síðustu viku voru staddir hér á Höfn tæplega 50 manns frá samstarfsskóla FAS í Nordplus verkefni sem hefur verið í gangi í vetur. Verkefnið ber á íslensku yfirskriftina Góður granni er gulli betri og er þar verið að vísa til samskipta Íslands og Danmerkur í gegnum tíðina. Fyrir áramót var aðal áherslan lögð á að skoða tengsl þjóðanna...
Útgáfutónleikar ADHD 8 í Hafnarkirkju
Föstudagskvöldið 14. apríl mun hljómsveitin ADHD halda tónleika í Hafnarkirkju. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð sem þeir félagar halda í dagana 11.- 14. apríl og eru því tónleikarnir í Hafnarkirkju þeir síðustu í röðinni. Tónleikarnir eru líka einhvers konar ,,heimkoma” bæði tónlistarinar og hljómsveitarinnar, því plata þessi, ADHD 8, var tekinn upp í Hafnarkirkju í ágúst 2020...
Hornafjörður togaði okkur til sín
Gunnar og Helena eru starfandi og búandi hér á Höfn þessi misserin. Hornafjarðarævintýrið byrjaði á þann veg að Helena heimsótti bróður sinn og mágkonu sem höfðu keypt sér hús og opnað veitingastaðinn Ottó. Staðurinn togaði Helenu til sín, sem flutti haustið 2018 og Gunnar, hundur og kettir komu í kjölfarið. Gunnar er heilsunuddari í Sporthöllinni og sjúkraliði...
Takk fyrir stuðninginn kæru Hornfirðingar
Félagar í Kiwanisklúbbnum Ós þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar sýndu í G-veislu klúbbsins núna í mars. Konur voru sérstaklega velkomnar að þessu sinni að njóta veitinga, veislu og dansleiks. Veislan tókst sérlega vel. Veislustjórinn Þorkell Guðmundsson sem er höfundur Pabbabrandara fór á kostum.
Matseðill var m.a. saltað hrossa- og sauðakjöt, hnísa...