Útgáfutónleikar ADHD 8 í Hafnarkirkju

0
212

Föstudagskvöldið 14. apríl mun hljómsveitin ADHD halda tónleika í Hafnarkirkju. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð sem þeir félagar halda í dagana 11.- 14. apríl og eru því tónleikarnir í Hafnarkirkju þeir síðustu í röðinni. Tónleikarnir eru líka einhvers konar ,,heimkoma” bæði tónlistarinar og hljómsveitarinnar, því plata þessi, ADHD 8, var tekinn upp í Hafnarkirkju í ágúst 2020 og eins gefur að skilja þá hafa þeir félagar hlakkað mikið til að spila tónlistina þar sem hún varð bæði til og var tekin upp. Hljómsveitina ADHD skipa Ómar Guðjónsson á gítara og bassa, Óskar Guðjónsson á saxófóna, Magnús Tryggvason Eliassen á trommur og Tómas Jónsson á píanó, Hammond og ýmis önnur hljómborð. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30, miðasala við inngang og á Tix.is