2 C
Hornafjörður
19. maí 2024

Hvað er svona gott við jóga?

Jóga er dregið af yoga á sanskrít og merkir eining eða sameining og má segja að með því að iðka jóga sé verið að vinna heildrænt með manneskjuna. Ávinningurinn af jógaiðkun er mikill fyrir líkama, tilfinningar og huga. Í jóga virðum við mörkin okkar og erum ekki í neinni keppni. Í jóga erum við að...

Kvenfélagið Tíbrá

Á aðalfundi Kvenfélagsins Tíbrár þann 6. maí síðastliðinn var tekin ákvörðun um að slíta alfarið allri starfsemi Kvenfélagsins Tíbrár og koma eignum þess til annarra aðila. Félagið átti um krónur fjörutíuþúsund inni á bankabók og það var gefið til Hafnarkirkju. Eignarhluti félagsins í Ekru 4,1% var gefinn til Félags eldri Hornfirðinga. Heiðrún, Guðbjörg og Vigdís fóru yfir...

Guðmundur Reynir valinn í u15 ára landsiðið

Dagana 20. – 24. september hélt undir 15 ára landslið Íslands til Finnlands að spila tvo æfingarleiki við heimamenn í Finnlandi. Leikirnir fóru fram í Mikkeli. Ungmennafélagið Sindri átti þar glæsilegan fulltrúa. Guðmundur Reynir Friðriksson markmaður úr 3 flokki Sindra var valinn í hópinn eftir flotta frammistöðu með Sindra liðinu. Guðmundur var í byrjunarliðinu í seinni leik...

Rannsókn á þolmörkum Breiðamerkursands

Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera...

Fjórar nýjar brýr formlega opnaðar

Föstudaginn 10. september voru fjórar nýjar brýr á Hringveginum (1) sunnan Vatnajökuls formlega opnaðar. Um er að ræða brýr yfir Steinavötn, Fellsá, Kvíá og Brunná. Samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannson og forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir opnuðu brýrnar formlega á brúnni yfir Steinavötn. Kvennakór Hornafjarðar söng á brúnni við þetta tækifæri en kórinn hefur tekið lagið á öllum einbreiðum...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...