Kvenfélagið Tíbrá

0
837

Á aðalfundi Kvenfélagsins Tíbrár þann 6. maí síðastliðinn var tekin ákvörðun um að slíta alfarið allri starfsemi Kvenfélagsins Tíbrár og koma eignum þess til annarra aðila. Félagið átti um krónur fjörutíuþúsund inni á bankabók og það var gefið til Hafnarkirkju. Eignarhluti félagsins í Ekru 4,1% var gefinn til Félags eldri Hornfirðinga. Heiðrún, Guðbjörg og Vigdís fóru yfir skjöl og aðrar eignir félagsins. Þökkum þeim fyrir ómetanlegt starf. Fundargerðarbækur og myndaalbúm og fleira er nú komið í vörslu á Héraðskjalasafninu. Með kærri kveðju

Stjórn Kvenfélagsins Tíbrár.