Skráning og varðveisla minja frá Kvískerjum
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri undirritaði í gær samning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um skráningu, flokkun og varðveislu minja frá Kvískerjum. Menningarmiðstöð Hornafjarðar tekur að sér verkefnið, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið mun styðja með 12 milljóna króna framlagi. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við landeigendur Kvískerja. Fyrri eigendur Kvískerja, níu systkini, unnu saman að uppbyggingu jarðarinnar...
ADVENT í Finnlandi
Eins og áður hefur komið fram í síðum Eystrahorns þá er Adventure tourism in vocational education and training (ADVENT) menntaverkefni sem FAS leiðir. Auk FAS eru þátttakendur í verkefninu Ríki Vatnajökuls, Rannsóknarsetur Hí og skólar, rannsóknarstofnanir og ferðaþjónustuklasar í Skotlandi og Finnlandi. Verkefnið er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins Erasmus+.
Dagana 12. – 16 nóvember sl. héldu þau Sigurður Ragnarsson kennari...
ADVENT – Boð á rafræna ráðstefnu
ADVENT - Adventure tourism in vocational education and training er alþjóðlegt menntaverkefni styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Verkefni þetta hófst haustið 2017 og er samstarfsverkefni framhalds- og háskóla, rannsóknarstofnana, ferðaþjónustuklasa og minni fyrirtækja í ævintýraferðaþjónustu. Þeir aðilar sem standa að verkefninu koma frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur veitt verkefninu forystu...
Bókakynning og ljóðalestur í Þórbergssetri á Hala
Bókaútgáfa Félags ljóðaunnenda á Austurlandi og önnur starfsemi félagsins verður kynnt í Þórbergssetri á Hala sunnudaginn 30. apríl 2023. Dagskráin hefst klukkan 13:30 og lýkur klukkan 15:30. Stjórn félagsins stendur að kynningunni í samstarfi við Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumann Þórbergsseturs. Eftirtalið stjórnarfólk kemur fram á samkomunni og segir frá bókum félagsins og flytur ljóð úr þeim: Arnar Sigbjörnsson...
Menningarverðlaun Suðurlands 2020
Á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var í fjarfundi dagana 29. og 30. október var Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni að Kvoslæk í Fljótshlíð veitt Menningarverðlaun Suðurlands 2020. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls skiluðu sér inn 15 tilnefningar um 12...