ADVENT – Boð á rafræna ráðstefnu

0
874

ADVENT – Adventure tourism in vocational education and training er alþjóðlegt menntaverkefni styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Verkefni þetta hófst haustið 2017 og er samstarfsverkefni framhalds- og háskóla, rannsóknar­stofnana, ferðaþjónustuklasa og minni fyrirtækja í ævintýraferðaþjónustu. Þeir aðilar sem standa að verkefninu koma frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi.
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur veitt verkefninu forystu og nú þegar líður að lokum verkefnisins býður FAS til rafrænnar lokaráðstefnu 6. nóvember nk. kl. 09:00 – 12:20.
Áhugaverðir fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni auk þess sem greint verður frá tilgangi, uppbyggingu og afrakstri verkefnisins. Fundurinn fer fram í gegnum Teams og eru ráðstefnugestir hvattir til að taka virkan þátt í umræðum og skrá sig til leiks með því að senda póst á info@adventureedu.eu fyrir fimmtudaginn 5. nóvember. Sjá dagskrá ráðstefnunnar í auglýsingu í blaðinu.

Fyrir hönd ADVENT verkefnisins,
Hulda L. Hauksdóttir