Opnun á vinnustofu í Gamla sláturhúsinu
Þann 10. ágúst síðastliðin var opnun á vinnustofu Evu Bjarnadóttur og Peters Ålander í Gamla Sláturhúsinu á Fagurhólsmýri í Öræfum.
Opnunin var gjörningur þar sem tímarnir fengu að mætast. Eva og Peter tóku við gömlu sláturhúsi Öræfinga, byggðu 1958, sem hafði staðið yfirgefið síðan vinnsla hætti.
Tökum við yfir húsið eða húsið yfir okkur?
Ýmsir munir voru til sýnis frá tímum slátrunar...
Vatnajökull Dekk verður til
Þann 8. júní urðu eigendaskipti á dekkjaverkstæði Vatnajökull Travel þegar Guðbrandur Jóhannsson, sem verið hefur með rekstur í Bugðuleiru 2 í 15 ár, afhenti Sölva Þór Sigurðarsyni lyklana að húsnæðinu. Sölvi Þór tekur við húsnæðinu og rekstri dekkjaverkstæðisins sem nú verður rekið undir nafninu Vatnajökull Dekk. Fyrirtækið mun sinna dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir ökutækja og bjóða...
Vetrarbræður og Hvítur, hvítur dagur
Vetrarbræður, fyrsta kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd, hefur verið tilnefnd fyrir hönd Danmerkur til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og keppir því við fjórar aðrar Norrænar myndir, frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Framlag Íslands er Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandsráðs verða afhend við hátíðlega athöfn í 15. skipti þann 30. október í tengslum við...
Vatni dælt úr kjallara sundlaugarinnar
Verið er að dæla vatni úr kjallara Sundlaug Hafnar, alla jafna eru tvær dælur að störfum í kjallaranum þar sem hann er undir grunnvatnsstöðu. Þær dælur höfðu ekki við vatnsmagninu, og var því tveim dælum bætt við í gærkvöldi og dældu þær út vatni í alla nótt. Í morgun var ljóst að bæta þyrfti enn frekar við dælum til...
Hvað er að frétta af Menningarmiðstöð Hornafjarðar?
Er eitthvað af frétta af Menningarmiðstöðinni? Þetta er spurning sem við fáum oft en fátt er um svör. Ef undanskilið er Listasafn Svavars Guðnasonar berast litlar fréttir af starfseminni þar.
En nú eru komnar fréttir sem við teljum að íbúar Hornafjarðar eigi rétt á að vita. Búið er að þvinga Auði Mikaelsdóttur, safnvörð í Svavarssafni, til uppsagnar...