Vatni dælt úr kjallara sundlaugarinnar

0
2621
Dælubíll frá Slökkvuliði Hornafjarðar aðstoðar við að koma vatni úr kjallaranum

Verið er að dæla vatni úr kjallara Sundlaug Hafnar, alla jafna eru tvær dælur að störfum í kjallaranum þar sem hann er undir grunnvatnsstöðu. Þær dælur höfðu ekki við vatnsmagninu, og var því tveim dælum bætt við í gærkvöldi og dældu þær út vatni í alla nótt. Í morgun var ljóst að bæta þyrfti enn frekar við dælum til að hafa við þessu gríðarlega vatnsmagni sem úrhelli undanfarna daga hefur skapað. Dælubíll Slökkvuliðs Hornafjarðar var fengin að láni, sú dæla er mun kraftmeiri en þær sem fyrir voru og tók aðeins nokkrar sekúndur að dæla umframvatni út eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Ekki hefur flætt um gólf en vatnsþrýstingur er svo mikill að vatn kemur upp um sprungur í gólfum í kjallaranum.

-TÓ

 
Myndir