Kex fyrir alla!
Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu. Ég hafði...
Hugleiðingar um íbúaþróun í Austur-Skaftafellssýslu
Eftir kosningu um sameiningu sveitarfélaga varð Sveitarfélagið Hornafjörður til árið 1998 og þá sameinuðust öll sveitarfélögin í Austur-Skaftafellssýslu í eitt, en árið 1994 höfðu þrjú þeirra, Höfn, Nes og Mýrar, sameinast í sveitarfélagið Hornafjarðarbæ. Undirrituðum fannst að forvitnilegt gæti verði að skoða íbúaþróun í Austur- Skaftafellssýslu á þessum 24 árum sem liðin eru. Ég beindi...
Grænn auðlindagarður í Reykholti í Bláskógabyggð
Orkídea, samstarfsverkefni um nýsköpun í matvælaframleiðslu og líftækni, skrifaði í vikunni undir viljayfirlýsingu um hagkvæmniskoðun á stofnun Græns auðlindagarðs í Reykholti í Biskupstungum (Bláskógabyggð) með öflugum ylræktarfyrirtækjum og sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Ylræktarfyrirtækin eru Espiflöt ehf., Friðheimar ehf. og Gufuhlíð ehf. Samtals eru þessi fyrirtæki með rúmlega 3 ha undir gleri og nota um 6 MW af uppsettri raforku....
SJÓN með þjónustu á Höfn
Markús Stephan Klinger er sjóntækjameistari frá Austurríki en hann stofnaði Sjón gleraugnaverslun árið 1999 og hefur verslunin stækkað jafnt og þétt allt síðan hún opnaði. Sjón verður á Höfn í Hornafirði daganna 22.-23. apríl í Slysavarnarhúsinu og á Reyðarfirði dagana 25.-28. apríl í húsi Hárbankans, Búðareyri 3. Hægt er að koma í sjónmælingu og skoða allskonar frábær...
Verðlaunaafhending sigurtillögu um Leiðarhöfða
Gestkvæmt var í Svavarssafni miðvikudaginn 6. apríl enda ærið tilefni til mannfagnaðar. Framundan var að afhjúpa vinningstillögu um Leiðarhöfða á Höfn, en Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Sveitarfélaginu Hornafirði veglegan styrk í mars 2021 til þess að halda hugmyndaleit fyrir framtíðarnýtingu höfðans. Tilgangurinn var að móta umgjörð um hugsanlega uppbyggingu, bæta aðstöðu og aðgengi til útivistar og auka útsýnis-...