Ungmennafélagið Vísir endurvakið
Fyrsti aðalfundur Ungmennafélagsins Vísis síðan um aldamót var haldinn þann 15. apríl síðastliðin á Hrollaugsstöðum. Fulltrúar USÚ sátu fundinn ásamt 16 félagsmönnum og var skipuð 6 manna stjórn. Bjarni Malmquist Jónsson, formaður. Atli Már Björnsson, ritari. Selma Björt, gjaldkeri. Ingi Þorsteinsson, varaformaður. Bjarni Haukur Bjarnason og Aðalbjörg Bjarnadóttir eru meðstjórnendur.
Félagið var stofnað 8. apríl árið 1912...
Gjaldfrjálsar náms- og vettvangsferðir grunnskólabarna
Það er nokkuð augljóst að við búum í fallegustu sýslu landsins með sjálfan Vatnajökulsþjóðgarð í næsta nágrenni. Náttúrufegurðin umlykur okkur og stutt að fara til að njóta.
Nemendur Grunnskóla Hornafjarðar fá svo sannarlega að upplifa þetta enda farið í náms- og vettvangsferðir með hvern árgang á mismunandi slóðir og verða ferðirnar umfangsmeiri eftir því sem nemendur verða eldri.
Ég...
Varptími fugla er hafinn!
Í sveitarfélaginu njótum við þeirra forréttinda að búa í nágrenni við miklar náttúruperlur þar sem fjölbreytt dýralíf þrífst. Á þessum tíma árs, þegar varptíminn er genginn í garð, eru fuglar sérstaklega útsettir fyrir árásum rándýra. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem geta hoggið stór skörð í fuglastofna sem verpa í nágrenni við mannabústaði. Flestir kettir sveitarfélagsins...
Vínartónleikar og skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2022
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fagnar sumri með Vínartónleikum á Kirkjubæjarklaustri og Höfn og skólatónleikum fyrir nemendur í fjórum grunnskólum; Víkurskóla, Kirkjubæjarskóla, Grunnskólanum Hofgarði og Grunnskóla Hornafjarðar.
Fyrri Vínartónleikarnir verða 7. maí á Klaustri og þeir seinni í Menningarmiðstöð Hornafjarðar sunnudaginn 8. maí. Á efnisskrá tónleikanna verða Straussvalsar og Kampavínsgallopp svo eitthvað sé nefnt og einsöngvari með hljómsveitinni verður Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Mánudaginn...
Áfram stíginn!
Á síðasta kjörtímabili var lyft grettistaki í gerð göngustíga á Höfn. Malbikaði stígurinn meðfram firðinum að vestanverðu var framlengdur og er mikið notaður. Það að stígurinn sé malbikaður gefur mikla möguleika á notkun stígsins fyrir barnavagna, reiðhjól, götuhlaup, rólega göngutúra og síðast en ekki síst rafskutlur og hjól með eldri borgara. Má með sanni segja að stígurinn...