2 C
Hornafjörður
2. júní 2024

Hafnarhittingur

Í nútímasamfélagi þar sem töluvert er um streitu, þunglyndi, kvíða og félagslega einangrun er mikilvægt að hlúa að aðstæðum sem vinna gegn þessum þáttum. Fjölskyldan og góð félagsleg tengsl er það sem hefur hvað mest vægi til að vinna gegn þessum neikvæðu þáttum. Hafnarhittingur er framlag nemenda og starfsmanna Grunnskólans til að styrkja fjölskylduna, styrkja félagsleg tengsl og bæta...

Fréttir af sunddeildinni

Núna höfum við í sund- og frjálsíþróttadeild Sindra tekið höndum saman og ráðið til okkar fagmenntaðan þjálfara sem heitir Mariano Ferreyra. Báðar þessar deildir hafa átt erfitt með að finna þjálfara síðustu ár og hafa verið ör þjálfaraskipti þar sem þetta hefur verið lítið starfshlutfall og óheppilegur vinnutími til að púsla með annarri vinnu. En með samstarfi tókst...

Útskrift hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu

Þann 26. maí fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 14 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, fjórir útskrifast af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifast úr tækniteiknun og fimm nemendur af sjúkraliðabraut. Nýstúdentar eru: Amalía Petra Duffield, Ágúst Máni Aðalsteinsson, Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Hildur Ósk Hansdóttir Christensen, Ísabella Ævarsdóttir, Janus Gilbert Stephensson, Júlía Þorsteinsdóttir,...

Nýr framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands

Stjórn Háskólafélags Suðurlands ákvað á fundi sínum nýverið að ráða Ingunni Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins en auglýst var eftir umsóknum í starfið í maí sl. Sigurður Sigursveinsson, sem gegnt hefur starfinu sl. 12 ár, lætur af störfum vegna aldurs. Ingunn er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands sem og með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík....

Fimleikamót á Egilsstöðum

Fimleikadeild Sindra sendi frá sér tvö strákalið á fimleikamót á Egilsstöðum síðasta fimmtudag. Um var að ræða vinamót Hattar, strákunum gekk mjög vel. Iðkendur frá deildinni hafa ekki keppt á móti síðan 2019 vegna covid, þannig að það var kærkomið að komast á mót. Mikil gróska er hjá yngri flokkum deildarinnar og eitt liðið skipað strákum í...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...