Félagsleg virkni eldri borgara

0
653

Nú þegar flestir hlutir í daglegu lífi fólks er að komast í eðlilegan farveg eftir heimsfaraldur, er sérstaklega ánægjulegt að Sveitarfélaginu Hornafirði auðnaðist að fá styrk frá Félagsmálaráðuneytinu „sem nýta á til að auka við og bæta félagslega þætti eldri borgara. Styrkurinn nær til allra 67 ára og eldri og er markmiðið að ýta undir frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu og þar með auka lífsgæði, heilbrigði, fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun.
Leitað var til Félags eldri Hornfirðinga þessu tengdu og komu fjölmargar góðar hugmyndir um hvernig nýta mætti þennan styrk sem best.
Þessar fimm hugmyndir urðu efstar á blaði:

  • Dagsferð í Álftafjörð, Djúpavog og Steinasafn.
  • Heimsókn á listasýningu Hlyns Pálmasonar með leiðsögn
  • Námskeið í minigolfi
  • Íþróttamót með sérvöldum íþróttagreinum sem flestir geta tekið þátt í. Og verður haldið í nágrenni við húsnæði eldri borgara.
  • Stutt nestisferð

Allir viðburðir verða kynntir síðar með dagsetningu. Hafa ber í huga að þessir viðburðir eru unnir að miklu leyti af félagi eldri Hornfirðinga en er öllum eldri borgurum í boði.
Hvetjum við alla eldri borgara að nýta sé þessa viðburði með það að markmiði að njóta lífsins í góðum félagsskap

Sindri Ragnarsson
Verkefnastjóri virkniúrræða
Sveitarfélaginu Hornafirði