Stuðningur við Bakland samfélagsins
Björgunarfélag Hornafjarðar og Slysavarnardeildin Framtíð eru byggð upp af hugsjón og þekkingu fjölmargra félaga sem hafa, nú sem áður, unnið í sjálfboðavinnu að þeirri uppbyggingu hvort heldur í krefjandi verkefnum, við húsnæði félagsins sem og björgunartækja sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Samfélagslegt gildi þessara félaga er ótvírætt og það starf sem félagar hafa unnið...
Bókmenntir og dans í Svavarssafni
Það er margt um að vera í Svavarssafni á næstu dögum. Fimmtudagskvöldið 2.júní verður Lesið í Hús, en þá mun umhverfisheimspekingurinn Guðbjörg R. Jóhannesdóttir ræða við rithöfundinn og listakonuna Auði Hildi Hákonardóttur um verk Evu Bjarnadóttur og fagurfræði hennar. Daginn eftir, föstudaginn 2. júní stendur rannsóknasetrið á Hornafirði fyrir bókmenntaviðburði þar sem m.a. Sigríður Hagalín, Jón Kalman...
Ný líkamsræktarstöð við sundlaugina
Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á hönnun á nýrri líkamsræktarstöð við Sundlaug Hafnar og styttist óðum í að framkvæmdir hefjist. Verkið verður að öllum líkindum boðið út í tvennu lagi, grundunin annars vegar og bygging líkamsræktarinnar hins vegar og miðað er við stöðin opni haustið 2023. Byggingin verður um 600 m2 auk tengibyggingar, útiklefa...
Frá Ameríkuhreppi til Austur-Skaftafellssýslu
Eyjólfur Aiden er 17 ára gamal og hefur verið búsettur síðastliðið ár hér á Hornafirði. Hann á ættir að rekja hingað en amma hans og afi eru Guðlaug Hestnes og Örn Arnarson eða Gulla og Brói eins og þau eru oftast kölluð. Eyjólfur fæddist á Akureyri en fluttist nokkura mánaða gamall til Ameríku með foreldrum sínum og...
Viðurkenningar fyrir störf á sviði sjó- og strandminja
Þann 11. október 2021, veitti Samband íslenskra sjóminjasafna þremur valinkunnum mönnum viðurkenningu fyrir farsæl störf á sviði sjó- og strandminja um áratuga skeið. Þessir menn hafa starfað hver á sínu sviði en allir skilað sérlega drjúgu og merku lífsverki. Þetta eru Geir Hólm, Hafliði Aðalsteinsson og Þór Magnússon.
Geir Hólm varð safnstjóri Sjóminjasafns Austurlands á Eskifirði árið...