2 C
Hornafjörður
6. maí 2024

Konur á palli

Ágætu hornfirðingar. Við eigum öll okkar árvissu vorboða, eitthvað sem segir okkur að vorið sé komið, grundirnar að gróa og sumarið framundan. Í ár er allt breytt og fastir liðir eins og venjulega ekki endilega svo fastir. Einn af þessum árvissu vorboðum eru vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar en vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður ekki hægt að halda venjulega...

Ferðaþjónusta til framtíðar

Á tímum sem þessum er gott til þess að hugsa að sunnlensk ferðaþjónusta hefur verið byggð upp af fagmennsku og framsýni á löngum tíma. Frumkvæði, nýsköpun, seigla og dugnaður aðila hefur komið Suðurlandi á kortið sem áfangastað ferðamanna sem eftir er tekið víða um heim. Landshlutinn skartar fjölda þekktra náttúruperla sem fyrst og síðast laða ferðamenn til...

Ný upplýsingaskilti og skemmtilegur ratleikur

Undanfarið hafa verið sett upp ný upplýsingarskilti á Höfn þar sem saga sveitarfélagsins er dregin fram. Á upplýsingaspjöldunum ferðumst við aftur í tímann að upphafi byggðar 1897 og skoðum lífið á Höfn fyrr á tímum. Við gerð skiltanna var stiklað á stóru í sögu Hafnar og megin þáttum samfélagsins gerð skil. Skiltin eru 27 talsins og samhliða þeim...

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi

65 milljónir í nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS - til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID-19 veirunnar Verkefnið Sóknarfæri ferða­þjónustunnar er nýtt áherslu­verkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS samþykkti á fundi sínum 22. apríl s.l. að hrinda verkefninu af stað til að styðja við starfandi fyrirtæki...

Hvatning til hreyfingar fyrir alla bæjarbúa

Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 6.-26. maí nk. Þótt verkefnið heiti Hjólað í vinnuna viljum við hvetja alla bæjarbúa til að fá sér hjólatúr helst daglega, því hjólreiðar er frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Það er alveg hægt að vera með án þess að skrá sig til keppni. Þeir vinnustaðir sem vilja taka þátt í keppninni er...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...