Takk fyrir frábærar móttökur
Fyrir hönd Lista- og menningarsviðs FAS vil ég þakka Hornfirðingum og öðrum gestum fyrir frábæra móttöku á leiksýningunni Ronju ræningjadóttur sem sýnd var í leikhúsi Nýheima í mars. Uppselt var á allar sýningar og sýnir það áhuga heimamanna á starfi nema á listabrautum FAS. Þetta gefur góð fyrirheit um að Framhaldsskólinn á Höfn sé á réttri leið með að...
Syngjandi konur um alla sýslu
Það stendur mikið til hjá Kvennakór Hornafjarðar þetta vorið þar sem kórinn heldur sína 20. vortónleika þann 5.maí n.k. á Hafinu. Þema tónleikanna verður í anda kórsins þar sem eingöngu verður sungið um konur. Nokkur lög eru af hornfirsku bergi brotin og má þar m.a. nefna lag eftir Ingunni Bjarnadóttur frá Hólmi og svo ætlar kórinn einnig að frumflytja...
Góð mæting á aðalfund FeH
Félag eldri Hornfirðinga hélt aðalfund sinn sl. laugardag og var ágæt mæting á fundinum. Auk venjulegra aðalfundastarfa var talsverð umræða um væntanlega viðbyggingu við Skjólgarð. Lagði stjórnin fram ályktun vegna fyrirhugaðrar viðbyggingarinnar þar sem skorað er á bæjaryfirvöld og heilbrigðisráðherra að sem allrar fyrst verði hafist handa við hönnun og framkvæmdir við þetta brýna hagsmunamál eldri borgara og allra...
Félagslandbúnaður í Hornafirði
Mánudaginn síðastliðinn var haldinn áhugaverður kynningarfundur um félagslandbúnað. Fundurinn var haldin í Nýheimum við mikinn áhuga viðstaddra. Eftir stutta útskýringu á hugmyndafræði félagslandbúnaðar (e. Community supported agriculture / CSA) fengu fundargestir kynningu frá Hildi Dagbjörtu Arnardóttur hjá Gróanda á Ísafirði. Gróandi er sjálfstætt ræktunarfélag sem hefur þann eina tilgang að rækta grænmeti fyrir félagsmenn sína án hagnaðar og er...
Jólahátíð Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Efnt var til jólahátíðar Sveitarfélagsins Hornafjarðar síðastliðin laugardag og fór hún fram í Nýheimum og Miðbæ. Í Miðbæ var markaður þar sem handverksfólk og aðrir buðu varning til sölu . Í Nýheimum var hægt að horfa á skemmtilega jólamynd í fyrirlestrasalnum, Nemendafélag FAS sá um veitingasölu í kaffiteríunni. Á bókasafninu bauðst krökkum að fá andlitsmálningu og jólalegar kórónur. Nokkrir...