Hlynur og Þórbergur mætast í Svavarssafni
Laugardaginn 14. maí næstkomandi, kl. 15:00, verður viðburðurinn Harmsaga um hest haldin í Svavarssafni. Ljósmyndasýning Hlyns Pálmasonar verður skoðuð í bókmenntalegu samhengi og hvernig hún kallast á við frásögn Þórbergs Þórðarsonar af hestinum Jarpi í fyrsta bindi Suðursveitabóka hans. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur mun fjalla um söguna og tengja við verk Hlyns, og að lokum verður endað...
Þáttaskil í mælingum á Heinabergsjökli
Nemendur FAS hafa fylgst með breytingum á Heinabergsjökli allt frá árinu 1990 og hefur ferðin að jöklinum verið liður í námi þeirra. Náttúrustofa Suðausturlands hefur einnig verið samstarfsaðili að jöklamælingunum frá því að hún var stofnuð 2013.
Nestispása er nauðsynleg í útiveru
Lengst af var fjarlægð að...
Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Hefð er fyrir því að Menningarmiðstöð Hornafjarðar standi fyrir fræðslu og skemmtiferðum fyrir börn frá sjö ára aldri. Í sumar var þar engin breyting á og voru farnar 10 ferðir.
Ferðirnar tókust allar mjög vel og vorum við mjög heppin með veður í sumar. Börnin stóðu sig öll með prýði og hafa greinilega áhuga á umhverfi sínu.
Við skoðuðum nærumhverfið og...
Húlladúllan heimsótti Höfn
Sirkuslistakonan Húlladúllan heimsótti Höfn um síðastliðna helgi. Húlladúllan heitir réttu nafni Unnur María Máney Bergsveinsdóttir og er hún sjálfstætt starfandi sirkuslistakona sem er búsett á Ólafsfirði. Hún hefur starfað með Sirkus Íslands og einnig breska sirkusnum Let’s Circus. Hún hefur komið fram á ýmsum sirkussýningum í Frakklandi, Bretlandi og Mexíkó. Hún hefur lokið húllakennaranámi og sirkuskennaranámi....
Ungir djassistar í Hafnarkirkju
Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó) og Sölvi Kolbeinsson (saxófónn) leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016. Þau voru valin fyrir...