Humarhátíð 2018
Venju samkvæmt var Humarhátíð haldin á Höfn í Hornafirði síðustu helgi júnímánaðar.
Í ár var hátíðarsvæði myndað á grænum bletti á íþróttasvæði bæjarins, við ærslabelginn.
Stórt og mikið tjald var reist, sölubásar og svið fært á svæðið og hoppukastalar blásnir upp auk þess sem söluaðilar og matarvagnar voru boðnir velkomnir. Úr varð þétt og gott hátíðarsvæði sem margir sóttu heim enda...
Eldar matinn í fermingarveisluna sjálfur
Kristjárn Reynir Ívarsson er ungur maður sem er margt til lista lagt. Hann er áhugaljósmyndari og tekur aðallega myndir af fuglum. Það gerir hann með afa sínum, vanalega fara þeir út í Ósland til þess að taka myndir af æðakollum og öndum. Hann náði mynd af hvítum skógarþresti á síðasta ári sem hann segir sjaldgæfasta fuglinn sem...
Harmljóð um hest
Hlynur Pálmason, myndlistarmaður og kvikmyndaleikstjóri lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð í Kaupmannahöfn en býr og starfar á Höfn í Hornafirði. Hlynur vinnur jöfnum höndum að myndlist og kvikmyndagerð. Í Svavarssafni sýnir hann seríu samtímaljósmynda sem hann hefur unnið að undanfarin ár samhliða kvikmyndagerð. Sýningarstjóri er Ástríður Magnúsdóttir. Sýningin er öllum opin og stendur til 15. maí 2022....
„Þekktu rauðu ljósin – Soroptimistar hafna ofbeldi“Read the Signs – Soroptimists say NO to violence
Eitt af markmiðum Soroptimistahreyfingarinnar er að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum. Mikilvæg stoð í því starfi er að vekja athygli á og stuðla að upprætingu á ofbeldi í nánum samböndum. Sextán daga tímabilið 25. nóvember til 10. desember ár hvert er helgað málstaðnum að áeggjan Sameinuðu þjóðanna. Er það gert undir slagorðinu Roðagyllum heiminn (Orange...
Menningarverðlaun Suðurlands 2023
Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík 26. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS...