Syngjandi konur í kirkjum
Eins og Hornfirðingar eflaust vita átti Kvennakór Hornafjarðar 20 ára afmæli á síðasta söngári. Vorum við kórkonur duglegar að halda upp á afmælið og héldum m.a. vortónleika á Hafinu (þar var met aðsókn og þurfti að kippa inn sólhúsgögnum og öðru lauslegu úr nærliggjandi görðum svo fólk gæti setið og dugði ekki til), við fórum í söngferð til Vopnafjarðar...
Gæðamenntun fyrir alla – ný menntastefna
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett af stað vinnu um mótun menntastefnu til 2030. Ný menntastefna mun setja í forgang þær miklu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar. Leiðarljós nýrrar menntastefnu verður gæðamenntun fyrir alla. Mennta- og menningarmálaráðuneytið leitaði til Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar...
Takk fyrir frábærar móttökur
Fyrir hönd Lista- og menningarsviðs FAS vil ég þakka Hornfirðingum og öðrum gestum fyrir frábæra móttöku á leiksýningunni Ronju ræningjadóttur sem sýnd var í leikhúsi Nýheima í mars. Uppselt var á allar sýningar og sýnir það áhuga heimamanna á starfi nema á listabrautum FAS. Þetta gefur góð fyrirheit um að Framhaldsskólinn á Höfn sé á réttri leið með að...
Verksmiðjan 2019
Síðasta vor hittust nokkrir í Vestmannaeyjum með það að markmiði að auka áhuga ungmenna á nýsköpun, tækni og forritun. Þessir aðilar voru starfsmenn Fab Lab Íslands, RÚV, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, Vísindasmiðja Háskóla Íslands, Vísindalestin og Kóðinn. Það kom fljótlega í ljós að þarna væri kominn hópur sem gæti unnið vel saman og virkilega haft áhrif.
Á fundinum í Eyjum kynnti ég...
Reisubók Kvennakórs Hornafjarðar
Það er óhætt að segja að uppátæki Kvennakórs Hornafjarðar hafi vakið athygli undanfarna mánuði, ekki bara á Hornafirði heldur landinu öllu. Í stað þess að leggja árar í bát á þessum fordæmalausu tímum sóttu konur í sig veðrið og framkvæmdu ótrúlegustu hluti undir styrkri stjórn Heiðars Sigurðssonar kórstjóra. Kórinn gaf út þrjú tónlistarmyndbönd, keyrði um Höfn ...