Gæðamenntun fyrir alla – ný menntastefna
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett af stað vinnu um mótun menntastefnu til 2030. Ný menntastefna mun setja í forgang þær miklu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar. Leiðarljós nýrrar menntastefnu verður gæðamenntun fyrir alla. Mennta- og menningarmálaráðuneytið leitaði til Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar...
Takk fyrir frábærar móttökur
Fyrir hönd Lista- og menningarsviðs FAS vil ég þakka Hornfirðingum og öðrum gestum fyrir frábæra móttöku á leiksýningunni Ronju ræningjadóttur sem sýnd var í leikhúsi Nýheima í mars. Uppselt var á allar sýningar og sýnir það áhuga heimamanna á starfi nema á listabrautum FAS. Þetta gefur góð fyrirheit um að Framhaldsskólinn á Höfn sé á réttri leið með að...
Syngjandi konur í kirkjum
Eins og Hornfirðingar eflaust vita átti Kvennakór Hornafjarðar 20 ára afmæli á síðasta söngári. Vorum við kórkonur duglegar að halda upp á afmælið og héldum m.a. vortónleika á Hafinu (þar var met aðsókn og þurfti að kippa inn sólhúsgögnum og öðru lauslegu úr nærliggjandi görðum svo fólk gæti setið og dugði ekki til), við fórum í söngferð til Vopnafjarðar...
Verksmiðjan 2019
Síðasta vor hittust nokkrir í Vestmannaeyjum með það að markmiði að auka áhuga ungmenna á nýsköpun, tækni og forritun. Þessir aðilar voru starfsmenn Fab Lab Íslands, RÚV, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, Vísindasmiðja Háskóla Íslands, Vísindalestin og Kóðinn. Það kom fljótlega í ljós að þarna væri kominn hópur sem gæti unnið vel saman og virkilega haft áhrif.
Á fundinum í Eyjum kynnti ég...
Skuggakosningar 2018
Samhliða komandi sveitarstjórnarkosningum mun Ungmennaráð Hornafjarðar standa fyrir skuggakosningum. Skuggakosningar eru kosningar fyrir ungmenni á aldrinum 13-17 ára þar sem þeirra skoðun fær að koma fram. Öll vitum við að kosningaþátttaka ungs fólks síðustu ár hefur verið virkilega slæm. Til þess að bregðast við því hafa skuggakosningar komið til sögunnar, þær gilda vitaskuld ekki en þær kenna ungu fólki...