Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna
Isabella Tigist Felekesdóttir mun taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Keppnin fer fram þann 1. apríl í Kaplakrika sem er í Hafnarfirði. Gaman væri ef sem flestir myndu sýna stuðning. Miðasala á keppnina hefst 10. mars kl 10:00 á tix.is og er 14.ára aldurstakmark á keppnina. Allir geta keypt miða á litlar 4500...
Landmótun jökla við Heinaberg
Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Eitt af því sem hefur verið gert lengi er að fylgjast með og mæla framskrið eða hop jökla og hefur ýmist verið farið að Fláajökli eða Heinabergsjökli. Í allmörg ár var fjarlægð mæld frá ákveðnum punktum á landi að jökuljaðrinum og kröfðust þær ferðir vandaðra...
Hljómsveitin Fókus sigurvegarar Músíktilrauna
Það má með sanni segja að Hornfirðingar séu ríkir af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki. Laugardaginn 1. apríl síðastliðinn áttu Hornfirðingar fulltrúa í tveimur stórum tónlistarkeppnum. Ísabella Tigist Feleksdóttir tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FAS þar sem hún flutti lagið all the pretty girls með Kaleo, Ísabella flutti lagið glæsilega og var FAS til mikils sóma. Rokkhljómsveitin...
Samfélagið er lykillinn að tungumálinuTungumálastefna í leikskólanum Sjónarhóli
Leikskólinn Sjónarhóll hefur riðið á vaðið og gert tungumálastefnu fyrir leikskólann, fyrst stofnana sveitarfélagsins. Ráðist var í þessa vinnu í haust þegar óvenju margir starfsmenn af erlendum uppruna voru ráðnir til starfa á leikskólann en við það heyrðust ákveðnar gagnrýnisraddir frá ýmsum aðilum. Vissulega eru börnin á leikskólanum á mikilvægu máltökuskeiði en stjórnendur höfðu bara um tvennt...
Ungir Hornfirðingar slá í gegn á hestamannamóti
Ístölt Austurlands 2023 fór fram á Móvatni í febrúar. Þar fóru ungar og efnilegar hornfiskar hestakonur með sigur af hólmi í sínum greinum. Í B-flokki sigraði Elín Ósk Óskarsdóttir á Ísafold frá Kirkjubæ með einkunnina 8,76, í 2. sæti var Snæbjörg Guðmundsdóttir á Dís frá Bjarnanesi með einkunnina 8,67. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Marín frá Lækjarbrekku unnu...