Hlaupahópur Hornafjarðar
Ef einhver hefur velt því fyrir sér hver sé ástæða aukningar á litríkum hópum hlaupara á götum og stígum Hafnar, þá er skýringin nú augljós: Í byrjun september var stofnaður Hlaupahópur Hornafjarðar. Hópurinn er samstarfsverkefni frjálsíþróttadeildar UMF Sindra og Helgu Árnadóttur. Viðtökur við hópnum hafa farið langt fram úr væntingum og í dag eru skráðir 42 iðkendur....
Fréttir af sunddeildinni
Núna höfum við í sund- og frjálsíþróttadeild Sindra tekið höndum saman og ráðið til okkar fagmenntaðan þjálfara sem heitir Mariano Ferreyra. Báðar þessar deildir hafa átt erfitt með að finna þjálfara síðustu ár og hafa verið ör þjálfaraskipti þar sem þetta hefur verið lítið starfshlutfall og óheppilegur vinnutími til að púsla með annarri vinnu.
En með samstarfi tókst...
Nettómót Austurlands í Icelagoon Höllinni
Síðastliðinn sunnudag voru samankomin um 100 börn á Nettómóti Austurlands í Icelagoon Höllinni. Tilefnið var körfuboltamót fyrir krakka í 1.-6. bekk á Austurlandi sem körfuknattleiksdeild Sindra stóð fyrir. Markmiðið með mótinu er að styrkja körfuboltastarf á Suðaustur- og Austurlandi og gefa krökkum færi á að keppa við sína jafnaldra. Þar sem vegalengdin milli bæja á þessu...
Keppni aftur af stað hjá yngri flokkunum
Það voru spenntir drengir í fjórða og fimmta bekk sem brunuðu til Reykjavíkur um helgina til að reima á sig körfuboltaskóna og klæða sig í Sindrabúninginn í fyrsta skipti í ár í alvöru kappleik. Tilefnið var fyrsta umferð í Íslandsmóti drengja 10 ára og yngri á keppnistímabilinu sem haldin var í Hertz-helli ÍR-inga.
Sindri sendi tvö...
Æfingar á haustönn
Frjálsar, þrek og hreysti.
Núna eru að hefjast æfingar hjá okkur í Frjálsíþróttadeildinni. Æfingarnar sem verða í boði á þessari önn eru frjálsar, þrek og hreystiæfingar þar sem verður farið í hefðbundnar frjálsíþróttaæfingar ásamt því að þjálfa upp þrek og bæta styrk iðkenda. Þetta hentar vel fyrir þá sem eru í öðrum íþróttum...