Vöktun á vaðfuglum á leirum umhverfis Höfn
Við Náttúrustofu Suðausturlands eru unnin fjölbreytt verkefni tengd náttúru svæðisins. Í sumar hóf dr. Lilja Jóhannesdóttir störf hjá stofunni en hún er vistfræðingur að mennt. Lilja er ekki ókunnug svæðinu en hún bjó til 13 ára aldurs á Nýpugörðum á Mýrum. Rannsóknir hennar hafa að mestu beinst að tengslum vaðfugla og landnýtingar. Eitt af verkefnum Lilju er að fylgjast...
Hepputorg tekur á sig mynd !
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Heppunni að undanförnu en þar er verið að breyta gamla sláturhúsinu í fjölþætt atvinnuhúsnæði sem óðum er að taka á sig mynd. Þau sem standa að framkvæmdunum eru þau sömu sem eiga og reka Mjólkurstöðina þ.e. þau Elínborg Ólafsdóttir, Elvar Örn Unnsteinsson, Íris Dóra Unnsteinsdóttir og Hilmar Stefánsson. Framkvæmdir hófust...
Matthildur Ásmundardóttir ráðin bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Hornafirði
Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU Hornafirði hefur verið ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Matthildur er 40 ára gömul og hefur undanfarin sex ár starfað sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði. Áður starfaði hún sem sjúkraþjálfari hjá HSSA og sjálfstætt á eigin stofu.
Matthildur lauk BSc í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 2002, MSc í íþrótta- og heilsufræði frá HÍ árið 2011 og Verkefnastjórnun og...
ADVENT í Finnlandi
Eins og áður hefur komið fram í síðum Eystrahorns þá er Adventure tourism in vocational education and training (ADVENT) menntaverkefni sem FAS leiðir. Auk FAS eru þátttakendur í verkefninu Ríki Vatnajökuls, Rannsóknarsetur Hí og skólar, rannsóknarstofnanir og ferðaþjónustuklasar í Skotlandi og Finnlandi. Verkefnið er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins Erasmus+.
Dagana 12. – 16 nóvember sl. héldu þau Sigurður Ragnarsson kennari...
Framkvæmdir við byggingu nýs leikskóla
Framkvæmdir við jarðvegsvinnu til undirbúnings nýrri leikskólabyggingu við Kirkjubraut 47 hófust þann 9. maí. Í gær þriðjudaginn 6. júní sl. sló Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri fyrstu klemmuna á mót fyrir uppslátt sökkla og þar með telst bygging leikskólans hafin. Leikskólabörn og starfsfólk, ásamt formanni fræðslunefndar og nokkrum öðrum voru viðstödd athöfnina. Í máli bæjarstjóra kom m.a. fram að með...