Brynja Dögg ráðin umhverfis- og skipulagsstjóri
Brynja Dögg Ingólfsdóttir var ráðinn umhverfis- og skipulagsstjóri sveitarfélagsins eftir ráðningaferli hjá Capacent.
Brynja Dögg hefur tekið til starfa sem umhverfis- og skipulagsstjóri hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Brynja hefur lokið BSc í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands og er að ljúka mastersnámi í skipulagsfræðum við sama háskóla. Auk þess hefur Brynja lokið einu ári í landupplýsingakerfum við Háskólann í...
Vinna hafin við gerð tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand
Miðvikudaginn 16. janúar s.l. gerði Vatnajökulsþjóðgarður samninga við þrjár rannsóknarstofnanir á Hornafirði varðandi vinnu og ráðgjöf við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand. Ráðgjafahópurinn samanstendur af starfsmönnum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, Náttúrustofu Suðausturlands og Nýheima þekkingarseturs. Það sýnir styrk og fjölbreytni í atvinnulífi Hornafjarðar að hafa til staðar fagaðila heima í héraði sem geta tekið að sér verkefni...
Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Fimmtudaginn 21. september 2017 var fyrsti ársfundur sameinaðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands haldinn hjá HSU á Selfossi. Cecilie B. H. Björgvinsdóttir mannauðsstjóri HSU var fundarstjóri og setti fundinn.
Fyrst til máls tók forstjóri HSU Herdís Gunnarsdóttir og fór yfir þann gríðargóða árangur sem náðist í rekstri stofnunarinnar frá sameiningu í samhengi við þær áskoranir sem eru í rekstrinum. Fram kom í máli...
Vetraropnun í Gömlubúð
Til þess að koma til móts við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu yfir vetrartímann, höfum við tekið þá ákvörðun að lengja vetrar-opnunartímann í Gömlubúð. Frá og með 1. október verður opið frá kl. 9 til 17, alla daga vikunnar. Við viljum einnig minna ferðaþjónustuaðila á að okkur er það ljúft og skylt að taka á móti hópum, stórum sem...
Nýir útgefendur að Eystrahorni
Fyrir um 8 árum var útgáfa Eystrahorns endurvakin af Alberti Eymundssyni eftir hvatningu og áskorun frá fjölmörgum íbúum Sveitarfélagsins Hornarfjarðar. Eystrahorn er mikilvægur miðill fyrir samfélagið og nú er komið að nýjum kafla í útgáfu blaðsins. Albert hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir vel unnið starf í þágu Eystrahorns og Hornafjarðar og höfum við hjónin, Tjörvi Óskarsson...