Hepputorg tekur á sig mynd !
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Heppunni að undanförnu en þar er verið að breyta gamla sláturhúsinu í fjölþætt atvinnuhúsnæði sem óðum er að taka á sig mynd. Þau sem standa að framkvæmdunum eru þau sömu sem eiga og reka Mjólkurstöðina þ.e. þau Elínborg Ólafsdóttir, Elvar Örn Unnsteinsson, Íris Dóra Unnsteinsdóttir og Hilmar Stefánsson. Framkvæmdir hófust...
Vöndum til verka!
Nú þegar rúmlega mánuður er liðinn frá kosningum þá viljum við, fyrir hönd Kex, þakka fyrir allan þann stuðning, ráð og ábendingar sem við fengum bæði fyrir og eftir kosningar. Fyrsti bæjarstjórnarfundur er afstaðinn en bæjarstjórn fór í sumarfrí eftir þann fund þangað til 17. ágúst. Á meðan fundar bæjarráð hálfsmánaðarlega og hefur það gengið vel.
Kex undirritaði...
Sigurjón ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sigurjón Andrésson ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti í dag ráðningu Sigurjóns Andréssonar og mun hann hefja störf 1. júlí nk. Sigurjón er 52 ára og búsettur í Hvítholti í Flóahreppi. Hann hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá Góðum samskiptum í Reykjavík ásamt...
Verið velkomin í FASK
Helstu verkefni á liðnu starfsári
Stjórn FASK fundaði 8 sinnum á reglulegum fundum starfsárið 2021/2022 ásamt því að eiga einn fund með Stjórn Ríki Vatnajökuls þar sem félögin ræddu m.a um aukið samstarf og verkaskiptingu á milli félaganna. Starfið var hefðbundið þar sem FASK fjallar um...
Grænn auðlindagarður í Reykholti í Bláskógabyggð
Orkídea, samstarfsverkefni um nýsköpun í matvælaframleiðslu og líftækni, skrifaði í vikunni undir viljayfirlýsingu um hagkvæmniskoðun á stofnun Græns auðlindagarðs í Reykholti í Biskupstungum (Bláskógabyggð) með öflugum ylræktarfyrirtækjum og sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Ylræktarfyrirtækin eru Espiflöt ehf., Friðheimar ehf. og Gufuhlíð ehf. Samtals eru þessi fyrirtæki með rúmlega 3 ha undir gleri og nota um 6 MW af uppsettri raforku....