Bygging fjölbýlishúss á Bugðuleiru
Sveitarfélagið hefur að undanförnu hvatt til þess að byggðar verði íbúðir í sveitarfélaginu þar sem mikill skortur er á íbúðarhúsnæði.
Afhentar hafa verið lóðir endurgjaldslaust fyrir þá sem hafa áhuga á að byggja sérbýlishús auk þess sem gatnagerðargjöld hafa verið felld niður.
Ríkið hefur einnig hvatt til þess að farið verði í átak í húsnæðismálum með því að Íbúðarlánasjóður veiti fé...
Samtök þekkingarsetra (SÞS) stofnuð
Þann 22. apríl sl. voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Nýheimar þekkingarsetur er aðili að.
Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar. Hin nýstofnuðu...
Fjölmenning í sveitarfélaginu Hornafirði
Hnattvæðingin sem einkennt hefur samfélög um heim allan síðustu áratugi felur meðal annars í sér mikla fólksflutninga. Þökk sé hraðri þróun í samskipta- og flutningstækni hefur í sjálfu sér aldrei verið auðveldara að flytja milli landa, enda er heimurinn orðinn svo tæknivæddur að samskipti milli mismunandi landa, svæða og einstaklinga hafa aldrei verið skilvirkari. Þessar breytingar sem...
Fiskbúð Gunnhildar opnuð á Höfn
Búðin opnar laugardaginn 30. júní kl. 15:30 og verður opin til 17:30 en mánudagurinn 2. júlí mun vera fyrsti almenni opnunardagurinn.
Fiskbúð Gunnhildar er staðsett að Víkurbraut 4, norðurenda. Til að byrja með mun verslunin vera opin 4 daga í viku, mánudag til fimmtudags, frá kl 14:00 til 18:00. Á boðstólum verða ferskur fiskur, þorskur, ýsa, og aðrar skemmtilegar fisktegundir....
Hepputorg tekur á sig mynd !
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Heppunni að undanförnu en þar er verið að breyta gamla sláturhúsinu í fjölþætt atvinnuhúsnæði sem óðum er að taka á sig mynd. Þau sem standa að framkvæmdunum eru þau sömu sem eiga og reka Mjólkurstöðina þ.e. þau Elínborg Ólafsdóttir, Elvar Örn Unnsteinsson, Íris Dóra Unnsteinsdóttir og Hilmar Stefánsson. Framkvæmdir hófust...