Klósettið er ekki ruslafata
Blaut- og sótthreinsiklútar stífla lagnirnar, hættum að henda þeim í klósettið! Við bendum sérstaklega á að þótt sumir framleiðendur taki fram á umbúðunum að blautþurrkurnar þeirra megi fara í klósettið þá er það ekki rétt.
Við viljum biðja íbúa að passa að nota ekki klósettin sem ruslafötur. Allir blautklútar eiga heima í tunnu fyrir almennt sorp hvort sem...
Reyktur Regnbogasilungur frá Sólsker hlýtur gullverðlaun
Fagkeppni kjötiðnaðarmanna fór fram í mars síðastliðnum. Keppnin fór fram með öðrum hætti en áður vegna Covid-19, sendu keppendur inn vörur með nafnleynd til dómarahóps sem svo dæmdi vöruna eftir faglegum gæðum í kennslueldhúsi Menntaskóla Kópavogs. Ekki var haldin uppskeruhátíð eins og venjulega, heldur voru úrslit kynnt á vef Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í sérstöku riti. Ómar Frans...
Kynning á hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Höfn
Fimmtudaginn 20. júní voru úrslit í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Höfn kynnt.
Alls bárust sautján tillögur og voru þær allar metnar, þrjár tillögur hlutu viðurkenningu, en sú tillaga sem hlaut 1. verðlaun er tillaga nr. 13 frá BASALT arkitektar og EFLA verkfræðiskrifstofa.
Tillagan er byggð á Eden hugmyndafræðinni með áherslu á lífsgæði og vellíðan íbúa. Byggingin lágmarkar skuggamyndun hógværð er...
Öflug starfsemi Fræðslunetsins á Höfn og í nágrenni
Róslín Alma Valdemarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi og leysir Sædísi Ösp Valdemarsdóttur af á meðan hún er í barneignarleyfi. Róslín er margmiðlunarfræðingur að mennt frá Tækniskólanum og eins og margir eflaust vita þá býr hún hér á Höfn ásamt unnusta sínum og syni. Við bjóðum Róslín velkomna til starfa....
Ný verslun í kjallara kaupmannshússins
Otto Veitingahús & Verslun er lítið fjölskyldufyrirtæki stofnað vorið 2018 af Auði Mikaelsdóttur framreiðslumeistara og Andrési Bragasyni matreiðslumeistara. Frá upphafi hefur starfsemi Otto verið ætluð heimamönnum fyrst og fremst. Handverkið er í hávegum haft og allt er lagað frá grunni. Öll soð, sósur, marineringar, allur bakstur og öll matreiðsla er unnin frá grunni. Það er okkar sérstaða....