Lokametrar PEAK verkefnisins
Í síðustu viku lauk tveggja daga vinnufundi samstarfsaðila FAS í Erasmus+ nýsköpunarverkefninu New Hights for Youth Entrepreneurs – PEAK. Markmið verkefnisins er að vinna námsefni fyrir bæði leiðbeinendur og kennara ungra frumkvöðla í fjallahéruðum og dreifðum byggðum, sem og fyrir frumkvöðlana sjálfa. Verkefnavinna sem þessi er liður í starfi FAS við að efla og hlúa að almennri...
25 samningar um atvinnutengda starfsemi veturinn 2021-2022
Þann 9. júlí 2021 var auglýst eftir umsóknum um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á Breiðamerkurjökli (vestan og austan Jökulsárlóns), Falljökli/Virkisjökli og Skeiðarárjökli. Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er óheimilt að reka atvinnutengda starfsemi í þjóðgarðinum án tímabundins nýtingarsamnings um slíka starfsemi. Í samningnum skal setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, m.a....
Ströndin á Horni 1873
Gísli Sverrir Árnason
Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn í Nesjum og víðar við Suðausturströndina í miklu óveðri. Heimilisfólk á Horni hlúði að þeim skipsbrotsmönnum sem komust lifandi í land og voru bændurnir tveir síðar heiðraðir af frönskum stjórnvöldum fyrir björgunarafrekið. Fjöldi Nesjamanna vann...
ADVENT námskeið í Skotlandi og Finnlandi
Tvö námskeið í menntaverkefninu ADVENT (Adventure Tourism in Vocational Education and Training) hafa verið prufukeyrð frá því síðast var sagt frá verkefninu hér á síðum Eystrahorns. Þetta voru námskeiðin Túlkun strandsvæða sem fram fór í Skotlandi í september sl. og Vöruþróun sem fram fór í Finnlandi í nóvember. Þátttakendurnir í þessum námskeiðum komu líkt og í fyrri...
Rafíþróttadeild Sindra
Rafíþróttadeild Sindra leggur kapp á að gefa börnum og unglingum í Sveitarfélaginu Hornafirði kost á markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum þegar kemur að rafíþróttaiðkun.Þar að auki er tilgangur deildarinnar að fræða iðkendur og forsjáraðila um muninn á rafíþróttum og tölvuleikjaspilun.Það er okkar trú að markvissar æfingar á tölvuleikjum í réttu umhverfi geti haft jákvæð áhrif á iðkendur.Starf...