Sjónrænar rannsóknar á hopi hornfirskra jökla
Háskólasetrið hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að áhrifum loftslagsbreytinga á Hornafirði í æ meiri mæli. Við setrið er nú unnið að nokkrum ólíkum verkefnum sem varða loftslagsmál. Eitt þeirra snýst um sjónrænar rannsóknir (þ.e. vöktun, skrásetningu og miðlun) á hopi hornfirskra jökla. Vorið 2017 hóf Þorvarður Árnason, forstöðumaður háskólasetursins, samstarf við Dr. Kieran Baxter frá Dundee-háskóla í...
Umhverfis Suðurland
Umhverfis Suðurland hvetur sunnlensk fyrirtæki til þess að taka þátt í Alheimshreinsunardeginum.
Þann 15. september verður haldinn í fyrsta skipti Alheimshreinsunar-dagurinn sem leggur áherslu á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa sitt umhverfi, sjá nánar á heimasíðu Landverndar www.landvernd.is/sidur/alheimshreinsun-thann-15-september-2018.
Í tilefni þessa dags hvetur verkefnið Umhverfis Suðurland, sunnlensk fyrirtæki / stofnanir og starfsmenn þeirra til þess...
Loftslag og leiðsögn í Austur-Skaftafellssýslu
Nýheimar þekkingarsetur hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð unnið að gerð fræðsluefnis um loftslagsbreytingar. Það er nú aðgengilegt á heimasíðunni www.nyheimar.is undir hlekknum “Loftslag og Leiðsögn - Climate and guidance”. Er textinn bæði á íslensku og ensku.
Verkefnið er liður í stærra samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, Hörfandi jöklar, í tengslum við sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Markmið þessa verkefnis er...
Verkalýðsfélagið Jökull
Forveri Verkalýðsfélagsins Jökuls var Atvinnufélag Hafnarverkalýðs sem stofnað var 2. janúar 1929 af 11 verkamönnum á Höfn. Aðalhvatamaður stofnun þess var Jens Figved, verslunarmaður frá Eskifirði. Fyrsti formaður félagsins var Benedikt Steinsen. Félagið beitti sér fyrir ýmsum réttindamálum verkamanna en konur fengu ekki inngöngu. Á fyrstu tveimur starfsárunum gengu að minnsta kosti 23 menn í félagið en 82 einstaklingar...
Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru sex safneiningar, byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka og héraðsskjalasafn ásamt rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar og innan þessara eininga kennir ýmissa grasa.
Listasafnið heldur 7 sýningar á ári að meðaltali. Í aðalsal Svavarssafns er nú sýningin Speglun og er hún samtal Áslaugar Írisar Katrínar Jónsdóttur og Svavars Guðnasonar listamanna sem bæði hafa unnið að abstrakt list,...