Flugsamgöngur til Hornafjarðar nauðsynlegar samfélaginu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið lagði fram drög að stefnu um almenningssamgöngur í síðustu viku. Markmið stefnunnar er að stuðla að samþættu kerfi almenningssamganga á sjó, landi og lofti. Samhliða því var unnin góð greinargerð á almenningssamgöngum. Í greinargerðinni kemur fram að flugleiðin frá Reykjavík til Hafnar er styrkt af ríkinu um 100 milljónir á ári. Einnig er gerð greining á...
Undankeppni hönnunarkeppni Samfés
Þann 17. janúar síðastliðinn hélt Þrykkjan Félagsmiðstöðin á Höfn undankeppni í Nýheimum í Stíll Hönnunarkeppni Samfés, þemað í ár er 90‘s.
Liðið sem vinnur flottustu hönnunina fer í
1. sæti og fær að fara fyrir hönd Þrykkjunnar til Reykjavíkur að keppa 2.febrúar en einnig fær liðið í öðru sæti að fara til Reykjavíkur að keppa þar líka í Stíll Hönnunarkeppni Samfés...
Kæru Hornfirðingar og félagar
Á bæjarstjórnarfundi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, fimmtudaginn 10. janúar 2019 fór ég fram á lausn undan störfum mínum sem bæjarfulltrúi.
Árið 2018 er eftirminnilegt fyrir mig. Ég vann að fyrirtækinu mínu Urta Islandica í gömlu sundlauginni og eignaðist mitt fyrsta barn snemma á árinu. Ég ákvað svo að ganga til liðs við metnaðarfulla félaga Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftafellssýslu og bauð mig fram í sveitarstjórnarkosningum...
Áramótapistill bæjarstjóra
Ég vil óska öllum Hornfirðingum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er liðið.
Það má segja að árið hafi verið viðburðaríkt og hafði í för með sér töluverðar breytingar fyrir mig persónulega að taka við starfi bæjarstjóra síðastliðið haust. Ég vil nú nota tækifærið og þakka fyrir það tækifæri og að mér sé treyst fyrir þessari mikilvægu stöðu.
Árið...
Ragnar Arason frá Borg í Mýrum
Á Höfn er maður nokkur,- maður sem vert er að kynna fyrir lesendum Eystrahorns. Það finnst mér allavega, og hvað gerir forvitin kona þá í stöðunni? Nú, hún bankar á dyr og lætur bjóða sér í kaffispjall. Maðurinn er hæglátur, kurteis, afar brosmildur og stutt er í glettnina. Með þetta í farteskinu vissi ég að það væri óhætt að...