Góðir grannar heimsækja FAS
Í síðustu viku voru staddir hér á Höfn tæplega 50 manns frá samstarfsskóla FAS í Nordplus verkefni sem hefur verið í gangi í vetur. Verkefnið ber á íslensku yfirskriftina Góður granni er gulli betri og er þar verið að vísa til samskipta Íslands og Danmerkur í gegnum tíðina. Fyrir áramót var aðal áherslan lögð á að skoða tengsl þjóðanna...
Syngjandi konur í kirkjum
Eins og Hornfirðingar eflaust vita átti Kvennakór Hornafjarðar 20 ára afmæli á síðasta söngári. Vorum við kórkonur duglegar að halda upp á afmælið og héldum m.a. vortónleika á Hafinu (þar var met aðsókn og þurfti að kippa inn sólhúsgögnum og öðru lauslegu úr nærliggjandi görðum svo fólk gæti setið og dugði ekki til), við fórum í söngferð til Vopnafjarðar...
GróLind – Kynningar- og samráðsfundir
Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.
Dagleg umsjón verkefnisins er í höndum Landgræðslunnar en einnig er starfandi fimm manna faghópur...
Er Suðurland uppselt?
Suðurland er að mörgu leyti orðið þroskað ferðamannasvæði enda löng hefð fyrir móttöku gesta í landshlutanum og Sunnlendingar þekktir fyrir gestrisni. Ferðamenn sem fara um Suðurland eru stórt hlutfall af heildarfjölda ferðamanna sem koma til landsins. Árið 2018 var heildarfjöldi ferðamanna til Íslands um 2,3 milljónir og af þeim komu um 1,7 milljónir á Suðurland. Talsverður munur er þó...
Kallað er eftir tillögum vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) kallar eftir hugmyndum vegna aðgerða á Byggðaáætlun 2018-2024 um sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða (C.1) á Suðurlandi.
Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta fyrir hönd sóknaráætlanasvæða sótt um...