Samtök sunnlenskra sveitarfélaga undirrita nýjan samning um Sóknaráætlun Suðurlands til ársins 2024
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu nýverið nýja sóknaráætlunarsamninga við hátíðlega athöfn í ráðherrabústaðnum. Eva Björk Harðardóttir formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) undirritaði samninginn fyrir hönd samtakanna. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en með viðaukum og framlagi sveitarfélaga nema framlög alls 929 milljónum króna. Heildargrunnframlag ríkis og...
Ráðstefna um loftslagsmál á Hornafirði
Þann 22. nóvember næstkomandi verður haldin loka ráðstefna verkefnis sem kallast CLIMATE. Það er verkefni sem leitast við að finna lausnir til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. CLIMATE leiðir saman ólíka hagsmunaaðila með það sjónarmið að vinna að lausnum fyrir fjögur mismunandi svæði; Norður Írland, Svíþjóð, Lýðveldið Írland og Færeyjar. Auk þess eru...
„Hjálpum börnum heimsins“ og gakktu til liðs við okkur í Kiwanis!
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna sem hafa það að markmiði að taka þátt í að bæta samfélagið og láta gott af sér leiða undir kjörorðinu: „Hjálpum börnum heimsins“. Hreyfingin leggur áherslu á manngildi og eflingu félagskenndar meðal félagsmanna. Hver Kiwanisklúbbur reynir að þjóna sem best því samfélagi þar sem hann starfar. Í Kiwanis eru kvenna-,...
Jöklamælingar í FAS
Það má segja að síðasta vika hafi verið tími jöklamælinga í FAS en þá voru bæði Fláajökull og Heinabergsjökull mældir. Þessar mælingaferðir eru hluti af vinnu í jarðfræðiáfanga annars vegar og inngangsáfanga að náttúruvísindum hins vegar. Nemendur kynnast mismunandi vinnubrögðum í vísindum auk þess sem tækifærið er notað til að virða umhverfið fyrir sér og rifja upp...
Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands 2019
Á ársþingi samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var á Hótel Geysi 24.-25. október var Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri veitt Menningarverðlaun Suðurlands 2019. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Um er að ræða fyrstu menningarverðlaunin sem samtökin veita í þessari mynd, sem ná þvert yfir allan landshlutann.
Það voru alls 19 tilnefningar sem bárust...