Fjórða tunnan
Í ljósi umræðu um fasteignagjöld, sorpgjöld og fyrirkomulag sorphirðu langar okkur að upplýsa meira um viðfangsefnið. Vegna nýrra lagabreytinga um meðhöndlun úrgangs munu verða þær breytingar á sorpflokkun hér í sveitarfélaginu að við hvert heimili verða fjórar tunnur: Plast, pappi, lífrænt og síðan blandaður úrgangur. Í þessu yfirliti viljum við fara yfir þessar breytingar ásamt öðrum viðfangsefnum...
Kraftur í framkvæmdum við nýja hitaveitu á Höfn
Framkvæmdum við nýja hitaveitu á Höfn hefur miðað vel í sumar. Unnið hefur verið af krafti við lagningu 20 km. stofnlagnar frá Hoffelli til Hafnar samhliða byggingu dælustöðva. Framkvæmdum við jöfnunartank veitunnar er nú lokið og verið er að reisa borholuhús og klára frágang dælustöðva í Hoffelli og á Stapa. Þá hefur verið unnið að breytingum á...
Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna
Þann 1. apríl 2020 hóf göngu sína reynsluverkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins sem ber nafnið Samvinna eftir skilnað og unnið er að danskri fyrirmynd. Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í félagsþjónustu og efla félagslega ráðgjöf með áherslu á skilnaðarmál, forsjár- og umgengnismál, barnanna vegna. Með því að veita ráðgjöf og þjónustu á fyrri stigum...
Gott bakland
Nýverið fór fram úthlutun úr styrktarsjóði geðheilbrigðis og hlaut stuðningsog virkniþjónusta Sveitarfélagsins Hornafjarðar styrk upp á 300.000 kr. fyrir verkefnið ,,Gott Bakland´´ Í starfi okkar höfum við tekið eftir því að þörf er á sértækum stuðningi við aðstandendur einstaklinga með geðsjúkdóma. Með það í huga sótti Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, ráðgjafi á velferðarsviði, um styrkveitingu til geðheilbrigðissjóðs undir...
Líf færist yfir
Gaman er að segja frá því að starfið í kirkjunni er að komast í réttan farveg og til marks um það er starf fermingarfræðslunnar. Í síðustu viku fengu íbúar Hafnar miða um lúguna hjá sér sem að fermingarbörn í Bjarnanesprestakalli báru út. Fólki var boðið að styrkja vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Venjan hefur...