Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna

0
615

Þann 1. apríl 2020 hóf göngu sína reynsluverkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins sem ber nafnið Samvinna eftir skilnað og unnið er að danskri fyrirmynd. Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í félagsþjónustu og efla félagslega ráðgjöf með áherslu á skilnaðarmál, forsjár- og umgengnismál, barnanna vegna. Með því að veita ráðgjöf og þjónustu á fyrri stigum hjá félagsþjónustu standa vonir til þess að hægt verði að draga úr líkum á ágreiningi á milli foreldra.
Félagsþjónustur Múlaþings, Fjarðabyggðar og Hornafjarðar bjóða upp á ráðgjöf og stuðning við foreldra sem eru að hugsa um að skilja, eru í skilnaðarferli eða hafa skilið fyrir einhverju síðan og vilja bæta samvinnu sín á milli. Boðið er upp á námskeið, einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðningsviðtöl. Einnig býðst foreldrum að taka þátt í námskeiði á netvangi verkefnisins.
Foreldrar sem vilja þiggja stuðning og ráðgjöf varðandi skilnað og samvinnu eftir skilnað geta sett sig í samband við félagsþjónustu síns heimasvæðis.

Frekari upplýsingar er hægt að fá á netvangnum www.samvinnaeftirskilnad.is eða með því að senda fyrirspurn á eftirfarandi netföng:

Múlaþing
Guðrún Helga Elvarsdóttir
g.helga.elvarsdottir@mulathing.is

Fjarðabyggð
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
helga.gudlaugsdottir@fjardabyggd.is

Hornafjörður
Erla Björg Sigurðardóttir
erlab@hornafjordur.is