Líf færist yfir

0
697
Fermingabörn með bókagjöf

Gaman er að segja frá því að starfið í kirkjunni er að komast í réttan farveg og til marks um það er starf fermingarfræðslunnar. Í síðustu viku fengu íbúar Hafnar miða um lúguna hjá sér sem að fermingarbörn í Bjarnanesprestakalli báru út. Fólki var boðið að styrkja vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Venjan hefur verið að undanfarin ár hafa fermingarbörn gengið í hús með bauka en í ár var það með öðru sniði vegna Covid-19. Við hvetjum íbúa sveitarfélagsins eindregið til að styrkja verkefnið.
Að öðru starfi í kirkjunni er það að segja að það hefur farið vel af stað. Kórastarf ásamt starfi félagasamtaka sem hafa aðgang að kirkjunni er að komast í eðlilegt horf. Foreldramorgnar eru á hverjum fimmtudegi kl. 10 og þar hittast foreldrar með ung börnin sín og ræða heimsins mál. Samverustundir á hjúkrunarheimilinu með prestum eru hafnar á ný, við gleði íbúanna sem og prestanna.
Messur eru hafnar og sunnudagaskólinn hefur blómstrað og vakið mikla kátínu meðal barnanna. Hvetjum við alla til að koma að eiga skemmtilega samverustund. Kyrrðarstundir hafa verið haldnar á föstunni annan hvern fimmtudag og næsta stund verður 18. mars kl.18:15. Þetta eru stuttar og rólegar stundir sem gott er að nýta til íhugunar, uppbyggingar og trúarstyrkingar.
Á næsta leiti eru fermingar í dymbilvikunni. Þá mun stór hluti fermingarhópsins játa því að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins og restin af hópnum mun gera það þegar nær dregur sumri.
Páskahelgihald verður með hefðbundnu sniði og verða hátíðarmessur í kirkjum prestakallsins. Dagskrá verður auglýst síðar.
Við hvetjum fólk til að fylgjast með á heimasíðu prestakallsins og á samfélagsmiðlum.
Facebook: Bjarnanesprestakall
Instagram: Hafnarkirkja
Youtube: Hafnarkirkja
www.bjarnanesprestakall.is
Vilji fólk vita meira um starf kirkjunnar eða óski eftir viðtalstíma er hægt að hafa samand í síma 894-8881.

Með kærleikskveðju
sr. Gunnar Stígur og
sr. María Rut