Sorphirðukönnun – Þrjár eða fjórar tunnur við heimili?
Á nýju ári verður sveitarfélögum skylt að safna fjórum úrgangsflokkum við hvert heimili í þéttbýli þ.e. pappa og pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi. Úrgangsflokkarnir verða að vera aðskildir við söfnun og því er nauðsynlegt að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Söfnunina má framkvæma með ýmsum hætti og því vill sveitarfélagið kanna afstöðu íbúa í þéttbýli...
Örnefnaskilti við Náttúrustíginn og Ægissíðu
Sett hafa verið upp skilti við Náttúrustíginn og á Ægissíðu þar sem finna má örnefni í umhverfi Hafnar. Síðastliðið sumar hóf Menningarmiðstöðin, með hjálp Náttúrustofu Suðausturlands upplýsingasöfnun á helstu örnefnum þeirra eyja og fjalla sem sjást frá Höfn, í þeim tilgangi að koma þeim á framfæri og ekki síst til varðveislu þeirra. Í nóvember s. l. voru...
Safnamál og annað skemmtilegt í Ríki Vatnajökuls
Eystrahorn er komið á vefinn og á baksíðunni er auglýsing um að Gamla búð sé til leigu fyrir viðurkennda starfsemi. Ég er dálítið hugsi, enda bara leikmaður, um hvaða hlutverk ég vildi sjá þetta dýrmæta hús okkar innifela. Lengi hef ég undrast og dáðst að hvað íbúar þessarar sýslu urðu að leggja á sig til að komast...
Veðurfar 2007-2017
Meðfylgjandi eru tvær myndir og tafla sem sýna grófa samantekt á völdum veðurþáttum fyrir veðurstöð Veðurstofu Íslands, númer 705 á Höfn í Hornafirði. Samantektin er unnin upp úr gögnum um mánaðarmeðaltöl, sem aðgengileg eru almenningi á vef Veðurstofu Íslands (e.d.).
Meðalhiti mánaða á tímabilinu 2007-2017 ásamt hæsta og lægsta
mælda gildi.
ART er smart
Samningur hefur verið undirritaður á milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og félagsmálaráðuneytisins sem tryggir rekstur ART-verkefnisins næstu þrjú árin. Undirritunin markar þáttaskil í rekstrinum og er viðurkenning á að ART úrræðið sé komið til að vera. Því má segja að þetta sé stór dagur og ákveðinn sigur fyrir Sunnlendinga alla en samningurinn tryggir áframhaldandi þjónustu í heimabyggð....