Afhverju öndunaræfingar?
Flest okkar erum að anda of grunt og of hratt, afþví leiðir að við fáum ekki nóg súrefni og losum ekki nógan koltvísýring út úr líkamanum. Hver einasta fruma líkamans þarf súrefni til að geta starfað eðlilega. Grunn öndun þjálfar lungun ekki eins vel og djúp öndun. Hugur og öndun eru mjög tengd og því stjórnast öndunin...
Veðurfar 2007-2017
Meðfylgjandi eru tvær myndir og tafla sem sýna grófa samantekt á völdum veðurþáttum fyrir veðurstöð Veðurstofu Íslands, númer 705 á Höfn í Hornafirði. Samantektin er unnin upp úr gögnum um mánaðarmeðaltöl, sem aðgengileg eru almenningi á vef Veðurstofu Íslands (e.d.).
Meðalhiti mánaða á tímabilinu 2007-2017 ásamt hæsta og lægsta
mælda gildi.
Örnefnaskilti við Náttúrustíginn og Ægissíðu
Sett hafa verið upp skilti við Náttúrustíginn og á Ægissíðu þar sem finna má örnefni í umhverfi Hafnar. Síðastliðið sumar hóf Menningarmiðstöðin, með hjálp Náttúrustofu Suðausturlands upplýsingasöfnun á helstu örnefnum þeirra eyja og fjalla sem sjást frá Höfn, í þeim tilgangi að koma þeim á framfæri og ekki síst til varðveislu þeirra. Í nóvember s. l. voru...
Nám í hestamennsku
Nýlega gerði Framhaldsskólinn FAS og Hestamannafélagið Hornfirðingur með sér samstarfssamning. Framhaldsskólinn FAS á Höfn býður uppá nám í hestamennsku sem hefst í haust með einum bóklegum áfanga. Á vorönn (eftir áramót) 2022 verða síðan kenndir þrír áfangar, einn bóklegur og tveir verklegir. Verklega kennslan verður að mestu í reiðhöllinni við Stekkhól. Námið í hestamennsku er alls 20...
Þakkir
Kæru Hornfirðingar,
Eftir árangursríkar og ævintýralegar tökur á nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, VOLAÐA LAND, í Hornafirði og nágrenni á síðasta ári, viljum við teymi kvikmyndarinnar þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir samstarfið. Stuðningur ykkar og velvild í garð verksins er okkur gífurlega mikils virði, aðeins með slíku samstarfi er það okkur mögulegt að takast...