Þorravika á leikskólanum Sjónarhól
Þorrinn var haldinn hátíðlegur í leikskólanum Sjónarhóli í síðustu viku. Börnin léku og unnu með þema út frá Þorranum, m.a. með því að mála myndir, búa til skrautlegar kindur, boðskort eðaÞorrakórónur. Einnig voru sungin lög, m.a. Þorraþrællinn og Þegar hnígur húm að Þorra. Elstu tvær deildirnar fóru í heimsókn á bókasafnið, Eyrún tók á móti börnunum og...
Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu
Umhverfissamtök Austur Skaftafellssýslu voru stofnuð 22. nóvember 2017. Markmið samtakanna er að stuðla að umhverfisvænni lífsstíl meðal íbúa á svæðinu. Hluti af því felst í að hvetja fólk til að huga að nærumhverfi og ganga vel um það. Þessi hvatning hefur að hluta til falist í því að vekja athygli bæjarbúa á rusli sem finnst víða innan sveitarfélagsins og...
Lónsöræfi
Dagana 1.-3. september fór ég ásamt öllum tíunda bekk í námsferð í Lónsöræfi. Ferðin heppnaðist dýrindis vel, hópurinn þjappaðist mikið saman en það er einn helsti kostur svona ferða, við fengum æðislegt veður alla dagana, sól, logn og hlýtt veður og við skemmtum okkur konunglega.
Ferðin byrjaði á miðvikudagsmorgni þar sem allir mættu upp í skóla og...
Sögur kvenna af jöklum og jöklabreytingum
Næstu mánuði mun Dr. M Jackson hafa aðsetur í Nýheimum en hún er landfræðingur, jöklafræðingur og rannsakandi hjá National Geographic. M kemur frá Alaska en hún hefur áður dvalið á Höfn í tengslum við verkefni sín. Árin 2016-2017 kom hún til Hafnar í fyrsta sinn og vann þá að skrifum á bók sinni The Secret Lives of Glaciers. M...
Fræðsluferð umhverfis Hornafjarðar til Kaupmannahafnar
Unga kynslóðin, sú miðaldra og kynslóðin sem er hokin af reynslu og hefur reynt tímana tvenna lagði af stað í langferð til Danmerkur í fræðsluferð í nóvember síðastliðnum. Samsetning hópsins var engin tilviljun. Hópurinn átti að endurspegla breiðan hóp íbúa í sveitarfélaginu Hornafirði svo að reynsla ferðarinnar myndi skila sér sem víðast eftir að heim væri komið....