Þorvaldur þusar 16.nóvember

0
216

Skipulagsmál Hluti 2.

Á ýmsum tímum hafa komið fram hugmyndir um þéttingu byggðar. Nú síðast það sem gekk undir vinnuheitinu „Þétting byggðar í innbæ.“ Segja má að íbúar á viðkomandi svæðum hafi oftast brugðist illa við þéttingarhugmyndum. Hvers vegna ætli íbúar séu oft andvígir þéttingu byggðar. Ástæðurnar eru eflaust margar. En margar tengjast hagsmunum viðkomandi íbúa. Útsýnið skerðist eða hverfur, byggingarframkvæmdir valda raski og hávaða í grónum hverfum, hugsanlega getur grundun nýrra bygginga haft neikvæð áhrif á eldri byggðina og valdið skemmdum. Hér eru aðeins nefnd nokkur atriði. Ekki má gleyma að í þéttingunni liggur ávinningur fyrir sveitarfélagið. Til staðar eru götur, lagnir og fleira. Ég tel hins vegar hvernig hefur verið staðið að framkvæmd á þéttingu byggðar bæði fyrr og nú sé aðal vandinn.
Það hefur alltaf bæði fyrr og nú skort samráð við íbúa. Það hefur aldrei farið fram heilstæð umræða um hvar eigi að þétta byggð og hvar ekki. Hvers vegna hefur þessi umræða ekki verið tekin? Það hefur verið bótastagls hugmyndin sem hefur ráðið ferðinni í stað heilstæðrar hugmyndar. Þar sem íbúar hafa rætt hugmyndirnar til hlítar. Þó leiddu mótmæli íbúa gegn „þéttingu byggðar í innbæ“ til þess að haldin var íbúakosning um tillögurnar. Sú fyrsta um skipulagsmál!

Í Guðs friði  

Þorvaldur þusari