Lónsöræfi
Dagana 1.-3. september fór ég ásamt öllum tíunda bekk í námsferð í Lónsöræfi. Ferðin heppnaðist dýrindis vel, hópurinn þjappaðist mikið saman en það er einn helsti kostur svona ferða, við fengum æðislegt veður alla dagana, sól, logn og hlýtt veður og við skemmtum okkur konunglega.
Ferðin byrjaði á miðvikudagsmorgni þar sem allir mættu upp í skóla og...
Ég kýs Eystrahorn
Um daginn var ég að taka til og fletta samansafni af ýmsum blöðum, bréfum o.fl. til að losa mig við það sem ekki er ástæða til að halda uppá. Rekst ég þá á kynningarblaðið sem ég dreifði í héraðinu þegar hugmyndin um að endurvekja Eystrahorn var í umræðu haustið 2009. Auðvitað fór ég að lesa þetta blað...
Grunnur í klettaklifri
Nýr nemendahópur í grunnnámi á fjallamennskubraut FAS var boðinn velkominn á dögunum. Hópurinn verður stór í vetur og því voru fyrstu námskeiðin, gönguferðin annars vegar og klettaklifur og línuvinna hins vegar, haldin samtímis og hópnum skipt í tvennt. Kennarar í klettaklifri og línuvinnu voru Árni Stefán Haldorsen, Bjartur Týr Ólafsson, Daniel Saulite, Íris Ragnarsdóttir og Magnús Arturo...
Lesandi mánaðarins
Eystrahorni barst þessi stór skemmtilega mynd af labrador hundinum Nóa Svan þar sem hann virðist vera að lesa síðasta tölublað Eystrahorns.
Myndin með forsíðugrein blaðsins af krökkunum í barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar að leika sér í ánni við Þorgeirsstaðarfoss hefur örugglega heillað og kannski hefur Nói óskað sér að geta buslað með krökkunum í ánni. Ósagt skal látið hvort...
Ólafsvík, Hornafjörður og hörmulegt sjóslys
Séra Guðmundur Örn Ragnarsson var nýlega á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt konu sinni Jónínu Láru Einarsdóttur og syni Bjartmari Orra Arnarsyni. Komu þau m.a. við í Ólafsvík. Gamla pakkhúsinu á staðnum var reist árið 1844 og í því er merkilegt byggðasafn. Þar var litið inn. Þegar Sr. Guðmundur Örn kastar kveðju á ungu konuna, sem...