Er sértæk matarhefð á þínu svæði?
Matarhefðir er mikilvægur hluti af ímynd okkar, tengjast sögu okkar, menningu, veðurfari og því landslagi sem Íslendingar hafa búið við í aldanna rás. Þróun og breytingar eru af hinu góða en það er einnig mikilvægt að varðveita þekkinguna og hefðir. Við getum öll tilgreint þjóðlega íslenska rétti en það getur verið erfiðara að benda á svæðisbundna rétti...
Leitin að fugli ársins
Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð. Kynntir eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/, sem m.a. voru tilnefndir af þeim sem tóku þátt í fyrra. Í það skiptið bar heiðlóan sigur úr býtum, vorboðinn okkar ljúfi. Á heimasíðu keppninnar má sjá þá fugla sem eru í forvali:...
Sýning í Nýheimum
Síðastliðið haust var samsýningin „Frá mótun til muna“ sett upp í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, en að henni standa níu leirlistarmenn víðsvegar að af landinu. Hópurinn ákvað í kjölfarið að miðla þessari áhugaverðu þekkingu um fjölbreytileika þessarar listgreinar til almennings og gera sýninguna að farandsýningu. Fyrsti áfangastaðurinn í þeirri ferð er hér á Höfn í samstarfi við Menningarmiðstöðina og...
Gott bakland
Nýverið fór fram úthlutun úr styrktarsjóði geðheilbrigðis og hlaut stuðningsog virkniþjónusta Sveitarfélagsins Hornafjarðar styrk upp á 300.000 kr. fyrir verkefnið ,,Gott Bakland´´ Í starfi okkar höfum við tekið eftir því að þörf er á sértækum stuðningi við aðstandendur einstaklinga með geðsjúkdóma. Með það í huga sótti Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, ráðgjafi á velferðarsviði, um styrkveitingu til geðheilbrigðissjóðs undir...
Spennandi vetur framundan hjá Háskólafélagi Suðurlands
Haustið fer hressilega af stað hjá Háskólafélagi Suðurlands (HfSu) með nýjum verkefnum og nýju fólki, en félagið er meðal annars samstarfsaðili Nýheima í mörgum verkefnum. Sem áður er þungamiðja starfsins nemendaþjónusta en hún hefur aukist ár frá ári samhliða þróun og aukningu á framboði fjarnáms. Verkefni nemendaþjónustunnar eru að halda úti námsveri, sjá um prófaskipulag fjarnema...