Lífræna tunnan er ekki ruslatunna
Í lífrænu tunnuna á EINUNGIS að fara matarleifar, bréfþurrkur, tannstönglar, eggjabakkar, te og kaffipokar og afskorin blóm. Almennt standa íbúar sig vel í flokkuninni en undanfarið hefur borið á miklu magni af óæskilegum aukahlutum í lífrænu tunnuna í sveitarfélaginu. Hlutir á borð við plastumbúðir og raftæki sem eiga auðvitað alls ekki heima í lífrænu tunnunni hafa...
Húsmæðraorlof 2023
Dagana 21.-23. apríl fórum við allmargar konur úr Hornafirði í lúxusferð til Vestmannaeyja. Þetta var svokallað húsmæðraorlof sem á sér langa sögu. Brunað var á nokkrum bílum uppúr klukkan átta á föstudagsmorgni og ekið sem leið liggur að Suðurvík þar sem var stoppað og borðaður hádegismatur. Við fórum þennan dag í dásemdarveðri sem lék við okkur allan...
Þorvaldur þusar 12.október 2023
Húmar að og hausta fer
Nú um stundir eru viðsjárverðir tímar.Verðbólgan og vextir í hæstu hæðum. Ríkisstjórnin með fjármálaráðherra í fararbroddi fylkingar stefnir að því að ganga endalega frá öryrkjum og þeim sem verst eru settir í samfélaginu. Þannig hyggst ríkisstjórnin ná fram umtalsverði hagræðingu í ríkisrekstrinum. Framlög til...
Samgönguumbætur á vegarkaflanum frá Lónsafleggjara að mynni Almannaskarðsganga
Opið bréf til bæjarstjórnar Hornafjarðar, Vegagerðarinnar og samgönguráðherra.
Greinarhöfundur er búsettur í Lóni og sækir vinnu á Hornafjörð. Hann ekur daglega vegarspottann frá Lónsafleggjara að Almannaskarðsgöngum á háannatíma, það er, milli klukkan fimm og sex síðdegis. Eins og ykkur er eflaust kunnugt um, kæru sveitungar, er öllu jafna mikil umferð, allt að því öngþveiti, á þeim tíma dags. Meðalhraðinn á...
„Hjálpum börnum heimsins“ og gakktu til liðs við okkur í Kiwanis!
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna sem hafa það að markmiði að taka þátt í að bæta samfélagið og láta gott af sér leiða undir kjörorðinu: „Hjálpum börnum heimsins“. Hreyfingin leggur áherslu á manngildi og eflingu félagskenndar meðal félagsmanna. Hver Kiwanisklúbbur reynir að þjóna sem best því samfélagi þar sem hann starfar. Í Kiwanis eru kvenna-,...