Orkujurtir – umhverfisvænir orkugjafar
Innlend olíuframleiðsla eflir orkuöryggi Íslands, sparar gjaldeyri og minnkar verðsveiflur. Hún er einnig mun umhverfisvænni en notkun jarðefnaeldsneyta. Ræktun á repju og nepju bindur koldíoxíð og dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda. Vinnsla á olíu úr fræjum þessara orkujurta bindur meira koldíoxíð en losnar við bruna á olíunni, öfugt við það sem gerist þegar jarðolía er brennd.
Uppgjör hauststarfa í sauðfjárrækt í Austur-Skaftafellssýslu 2020
Þátttaka í lambadómum í Austur-Skaftafellssýslu var góð, að vanda. Dæmd voru alls 2805 lömb, þar af 522 lambhrútar og 2283 gimbrar, tæplega 1% fleiri lömb en 2019. Vænleiki lamba var yfirleitt góður og voru lambhrútar að meðaltali 48.5 kg og með 84.4 heildarstig. Ómvöðvi var að meðaltali 30.3 mm, ómfita 3.1 mm og lögun 4.0. Gimbrarnar voru...
Lesendabréf
Nú þegar Málfríður er hætt að benda á það sem betur má fara, langar mig aðeins að hrósa. Ég hef nú af og til sett inn á hópinn Íbúar í Sveitarfélaginu Hornafirði hluti sem eru frábærir.
Til dæmis er það minigolf völlurinn, ofboðslega skemmtilegt framtak og við fjölskyldan stoppum þar reglulega og tökum eina...
Aðventan og Kiwanis
Nú er aðventan gengin í garð og er hún annamesti tíminn í starfinu hjá Kiwanisklúbbnum Ós en þá er mikilvæg fjáröflun í gangi. Söfnunarfé er notað til að bæta samfélagið og gera það betra fyrir börnin okkar, en Kiwanishreyfingin hefur það markmið að hjálpa börnum í heimabyggð og reyndar í heiminum öllum.
Fyrir jólin seljum...
Ný markmið og áherslur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands
Uppbyggingarsjóður Suðurlands er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Með samþykkt nýrrar Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024 hafa verið samþykkt ný markmið og áherslur sjóðsins fyrir sama tímabil. Ný markmið og áherslur opna tækifæri fyrir ný og fjölbreyttari verkefni. Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem þýðir að vel mótuð verkefni, skýrar og góðar umsóknir, eru líklegri til að hljóta styrki. Búið er...