Uppgjör hauststarfa í sauðfjárrækt í Austur-Skaftafellssýslu 2020

0
631
Elvar Þór Sigurjónsson handhafi Guðjónsskjaldarins

Þátttaka í lambadómum í Austur-Skaftafellssýslu var góð, að vanda. Dæmd voru alls 2805 lömb, þar af 522 lambhrútar og 2283 gimbrar, tæplega 1% fleiri lömb en 2019.
Vænleiki lamba var yfirleitt góður og voru lambhrútar að meðaltali 48.5 kg og með 84.4 heildarstig. Ómvöðvi var að meðaltali 30.3 mm, ómfita 3.1 mm og lögun 4.0. Gimbrarnar voru 41.8 kg að meðaltali, með 28.6 mm ómvöðva, 3.0 mm ómfitu og lögun 3.9.
Alls voru 46 lambhrútar með 86.5 heildarstig og þar af voru þrír lambhrútar með 88,0 heildarstig. Í þriðja sæti er lambhrútur nr. 1582 frá Setbergi með 88.0 heildarstig, 54.5 fyrir alls2 sem eru samanlögð stig fyrir háls/herðar, bringu/útlögur, bak, malir og læri. Hann er undan Landa 18-506 Óðinssyni 15-992 og móðurfaðir er Grímur 14-995. Í öðru sæti er lambhrútur 20-315 Glæsir frá Litla-Hofi með 88.0 í heildarstig, 55.0 fyrir alls2 og með 30 mm bakvöðva. Glæsir er undan Glæpon 17-809 og mff. Ás 09-877. Í fyrsta sæti er lambhrútur 20-593 frá Nýpugörðum með 88.0 heildarstig, 55.0 fyrir alls2 og ómmæling 36.0 mm ómvöðvi, 4.8 mm ómfita og 5.0 í lögun. Lambhrútur 20-593 er undan Glæpon 17-809 og móðurfaðir Mávur 15-990. Í meðfylgjandi töflu má sjá 10 efstu lambhrúta í sýslunni. Lambhrútur 20-593 frá Nýpugörðum er því handhafi Guðjónsskjaldarins haustið 2020.
Skjöldurinn er gjöf frá Búnaðarfélagi Hofshrepps til minningar um Guðjón Þorsteinsson bónda í Svínafelli sem var brautryðjandi í sauðfjárrækt á sinni tíð. Skjöldurinn er gerður af listakonunni Siggu á Grund og er þetta í 9. skiptið sem hann er afhentur.

Stigahæsta gimbrin er nr. 4512 frá Setbergi með 46.0 stig alls. Hún var 50 kg, 34.0 mm ómvöðva, 9.5 fyrir frampart og 19.0 fyrir malir/læri. Alls voru 123 gimbrar með 44.0 í heildarstig. Þykkasti bakvöðvinn var í gimbur 20-150 frá Svínafelli 3 Bölta með 39.0 mm. Hún er undan Svavari 16-830. Tveir lambhrútar voru með 39.0 mm bakvöðva. Það voru Blómi 20-010 frá Fornustekkum undan Skyggni 18-108 og 20-589 frá Nýpugörðum undan Stapa 16-829. Í meðfylgjandi töflu má sjá 15 stigahæstu gimbrarnar.

Mikið var af góðum hrútsefnum og gimbrum sem dæmd voru í haust og verður spennandi að sjá hvernig þau munu reynast í ræktunarstarfinu á næstu árum.