GróLind – Kynningar- og samráðsfundir
Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.
Dagleg umsjón verkefnisins er í höndum Landgræðslunnar en einnig er starfandi fimm manna faghópur...
Útskrift hjá fræðslunetinu
Þann 29. maí síðastliðinn var útskrift Fræðslunets Suðurlands. Að þessu sinni útskrifuðust 11 nemendur úr Fagnámi í umönnun fatlaðra, þrír fengu afhentar niðurstöður úr raunfærnimati fyrir félagsliða og einn nemandi útskrifaðist sem félagsliði af félagsliðabrú.
Allir þeir sem luku námi sínu þetta vorið hjá Fræðslunetinu eru starfsmenn sveitarfélagsins og var fagnámið liður í endurmenntun heimaþjónustudeildar. Endurmenntun er mikilvæg til að...
Sveitarfélagið Hornafjörður – Heilsueflandi samfélag
Mig langar að skrifa hér nokkrar línur um Heilsueflandi samfélag því ég held að margir telji að Heilsueflandi samfélag sé eitthvað sem snýr eingöngu að hreyfingu og íþróttum. En það er ekki alls kostar rétt. Heilsueflandi samfélag snýst að sjálfsögðu að einhverjum hluta um hreyfingu og þær íþróttir sem íbúar sveitarfélagsins stunda en jafnfætis því er t.d. almennt heilbrigði...
Nordplus nemendaskiptaverkefni við Danmörku
Erlend samskipti eru áherslupuntur í starfi FAS og Nýheima. Í vetur var unnið að Nordplus umsókn með Faarvejle Efterskole in Danmörku. Í byrjun maí fengum við að vita að umsóknin hefði verið samþykkt. Að sjálfsögðu mun þátttaka í verkefninu nýtast inn í nám nemenda í FAS. Búnir verða til tveir áfangar sem hvor um sig telur fimm einingar. Verkefnið...
Opin ráðstefna um almannavarnir og skipulag
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun standa að ráðstefnu um almannavarnir og skipulag sem fram fer á Hótel Selfossi þann 17. maí nk. kl 9:00 – 15.00.
Ráðstefnan er afurð íbúafunda sem haldnir voru s.l. haust í tengslum við umhverfis- og auðlindamál á Suðurlandi. Íbúar kölluðu eftir skýrari regluverki fyrir sveitarfélög, íbúa...