Áramótapistill bæjarstjóra
Ég vil óska öllum Hornafirðingum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er nú liðið. Árið 2020 fer vel af stað hjá mér og minni fjölskyldu en við eyddum jólum og áramótum í sólinni á Tenerife í fyrsta skiptið og höfum því ekki notið veðra og vinda sem hafa gengið um Ísland. Þessi tími er mér...
„Hjálpum börnum heimsins“
Kjörorð Kiwanis stendur vel undir nafni, en ágóði af Groddaveislu Kiwanisklúbbsins Óss mun renna til styrktar flóttabörnum frá Úkraínu að upphæð krónum 400.000. Félagi í Ós er með sterk tengsl við Úkraínu og liggja tengsl Kiwanishreyfingarinnar í Evrópu sterk til hjálpar. Klúbbar í Rúmeníu, Póllandi og Austurríki til að nefna nokkra eru að aðstoða flóttafólk við...
Steinagarður við Náttúrustíg á Hornafirði
Við Náttúrustíginn, þ.e. göngustíginn sem liggur frá Óslandshæð og inn að golfvelli, á Höfn í Hornafirði, hefur verið settur upp „steinagarður“. Steinarnir eru staðsettir á túninu vestan við Nýheima. Steinagarður er e.k. kynningarreitur fyrir jarðfræði svæðisins, og þar eru kynntar nokkrar bergtegundir Suðausturlands með hressilega stórum grjóthnullungum og grettistökum. Steinarnir koma frá völdum stöðum í sveitarfélaginu og...
Skiptiblómamarkaður
Þó það sé rigning úti þá er sól og sumar í hjörtum allra þeirra sem eiga leið á bókasafnið þessa vikuna. Bæjarbúar keppast við að gefa frá sér sín fegurstu blóm til þess að gleðja allt og alla. Markaðurinn virkar þannig að fólk kemur með plöntur, blóm og afleggjara og svo geta allir komið og nælt sér...
Starfsemi sveitarfélagsins skert á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir
Sveitarfélagið Hornafjörður fer ekki varhluta af faraldrinum Covid-19 eins og flest önnur samfélög. Samkvæmt ráðleggingum sóttvarnarlæknis og Almannavarna hefur þurft að loka eða skerða þjónustu sveitarfélagsins. Ýmsum aðgerðum er beitt til að draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa. Þær stofnanir sem hafa skert þjónustu sína eru: Afgreiðsla Ráðhúss sveitarfélagsins verður lokuð....