Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna
Isabella Tigist Felekesdóttir mun taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Keppnin fer fram þann 1. apríl í Kaplakrika sem er í Hafnarfirði. Gaman væri ef sem flestir myndu sýna stuðning. Miðasala á keppnina hefst 10. mars kl 10:00 á tix.is og er 14.ára aldurstakmark á keppnina. Allir geta keypt miða á litlar 4500...
Reisubók Kvennakórs Hornafjarðar
Það er óhætt að segja að uppátæki Kvennakórs Hornafjarðar hafi vakið athygli undanfarna mánuði, ekki bara á Hornafirði heldur landinu öllu. Í stað þess að leggja árar í bát á þessum fordæmalausu tímum sóttu konur í sig veðrið og framkvæmdu ótrúlegustu hluti undir styrkri stjórn Heiðars Sigurðssonar kórstjóra. Kórinn gaf út þrjú tónlistarmyndbönd, keyrði um Höfn ...
Þekkingarsetur, uppbyggjandi afl í dreifðum byggðum
Nýheimar þekkingarsetur leggur í starfi sínu áherslu á samstarfsverkefni sem þjónað geta samfélaginu. Gott samstarf er milli stofnananna tólf sem eiga aðild að Nýheimum þekkingarsetri, einnig milli sveitarfélagsins og þekkingarsetursins og unnið er í því að styrkja tengsl við álíka stofnanir víðar um land sem og erlendis. Fátt er Nýheimum óviðkomandi en öll verkefni eru valin út...
Frá Cebu til Hafnar
Amor Joy Pepito Mantilla er 34 ára gömul tveggja barna móðir og kemur frá Cebu í Filippseyjum. Amor flutti til Íslands 24. ágúst 2015 og hefur verið á Höfn í Hornafirði allar götur síðan. Amor var tilbúin að segja lesendum Eystrahorns aðeins frá því hvernig hún og hennar fjölskylda upplifa jólin á Íslandi og hvernig þau eru...
Fréttakorn frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Þann 9. október síðastliðinn var opnuð sýningin Hringfarar í Svavarssafni og hefur hún vakið mikla eftirtekt. Þar sýna listamennirnir Elsa Dóróthea Gísladóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Þau vinna út frá náttúrulegum ferlum, gjarnan með efnivið eða liti úr nærumhverfinu og hversdagslegu samhengi. Nýlega hittu hringfarar skólabörn Grunnskóla Hornafjarðar og nemendur í...