Má bíllinn ekki vera oftar heima?
Þegar snjóa leysir og vorið virðist handan við hornið er viðeigandi að fá fólk til að huga að breyttum ferðavenjum. Í þéttbýlinu á Höfn búa íbúar við þann munað að vegalengdir innanbæjar eru oftast stuttar. Í raun eru þær svo stuttar að líklegt er að hægt sé að ganga þær á 10-15 mínútum og hjóla á enn...
Humarhátíð 2018
Venju samkvæmt var Humarhátíð haldin á Höfn í Hornafirði síðustu helgi júnímánaðar.
Í ár var hátíðarsvæði myndað á grænum bletti á íþróttasvæði bæjarins, við ærslabelginn.
Stórt og mikið tjald var reist, sölubásar og svið fært á svæðið og hoppukastalar blásnir upp auk þess sem söluaðilar og matarvagnar voru boðnir velkomnir. Úr varð þétt og gott hátíðarsvæði sem margir sóttu heim enda...
Útgáfutónleikar ADHD 8 í Hafnarkirkju
Föstudagskvöldið 14. apríl mun hljómsveitin ADHD halda tónleika í Hafnarkirkju. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð sem þeir félagar halda í dagana 11.- 14. apríl og eru því tónleikarnir í Hafnarkirkju þeir síðustu í röðinni. Tónleikarnir eru líka einhvers konar ,,heimkoma” bæði tónlistarinar og hljómsveitarinnar, því plata þessi, ADHD 8, var tekinn upp í Hafnarkirkju í ágúst 2020...
Fjórða tunnan
Í ljósi umræðu um fasteignagjöld, sorpgjöld og fyrirkomulag sorphirðu langar okkur að upplýsa meira um viðfangsefnið. Vegna nýrra lagabreytinga um meðhöndlun úrgangs munu verða þær breytingar á sorpflokkun hér í sveitarfélaginu að við hvert heimili verða fjórar tunnur: Plast, pappi, lífrænt og síðan blandaður úrgangur. Í þessu yfirliti viljum við fara yfir þessar breytingar ásamt öðrum viðfangsefnum...
Opinn fundur um Breiðamerkursand
Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boðar til kynningar- og hugarflugsfundar um framtíð Breiðamerkursands og Jökulsárlóns í Mánagarði, þriðjudaginn 2. júlí n.k., frá kl. 18:00-22:00. Boðið verður upp á súpu og kaffiveitingar meðan á fundi stendur.
Svæðisráð hefur undanfarna mánuði unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand og er fundurinn liður í þeirri vinnu. Á fundinum verður óskað eftir hugmyndum og ábendingum...