Sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn
Björn Eymundsson
Ég er fæddur 22. janúar 1942 í Dilksnesi þar sem ég ólst upp og í Hjarðarnesi. Við systkinin fórum í barnaskólann á Höfn og gengum að heiman og heim aftur. Sem unglingur vann ég við sveitarstörfin og vinnu sem féll til á Höfn m.a. í frystihúsinu. Á þessu árum voru farnar margar veiðiferðir út í fjörð.
Sjómannsferillinn
Við Hildur Gústafsdóttir...
„Þekktu rauðu ljósin – Soroptimistar hafna ofbeldi“Read the Signs – Soroptimists say NO to violence
Eitt af markmiðum Soroptimistahreyfingarinnar er að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum. Mikilvæg stoð í því starfi er að vekja athygli á og stuðla að upprætingu á ofbeldi í nánum samböndum. Sextán daga tímabilið 25. nóvember til 10. desember ár hvert er helgað málstaðnum að áeggjan Sameinuðu þjóðanna. Er það gert undir slagorðinu Roðagyllum heiminn (Orange...
Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkveitingar
Föstudaginn 8. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá fór fram afhending styrkja og viðurkenninga sveitarfélagsins í Nýheimum. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru
styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði.
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli hennar mikilvægi þess að koma saman og fagna fjölbreyttri...
Ný Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs
Á fundi þann 28. nóvember 2022, afgreiddi stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um fyrirkomulag gjaldtöku á árinu 2023. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú sett reglugerð á grundvelli þessara tillagna. Í þessari stuttu yfirferð verður gerð grein fyrir því hvaða áhrif ný gjaldskrá hefur á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Frá því um haustið 2017 hafa verið innheimt svæðisgjöld í Skaftafelli en sú...
Vöruhúsið hlaut Hvatningaverðlaun íslensku menntaverðlaunanna
Vilhjálmur Magnússon forstöðumaður Vöruhúss tók við Hvatningaverðlaunum íslensku menntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum ásamt nemanda sínum Sigursteini Traustasyni. Vilhjálmur segir það mikinn heiður fyrir Vöruhúsið og starfið í Fab Lab smiðju Hornafjarðar að taka við Hvatningarverðlaunum Íslensku menntaverðlaunanna 2021. Vöruhúsið er nýsköpunar, list- og verkgreinahús okkar Hornfirðinga og hefur verið starfrækt síðan 2012. Starfsemin og húsið...