Viðburðarík aðventuhelgi á Höfn
Síðastliðinn laugardag var haldin jólahátíð í Nýheimum á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Nemendafélag FAS, NemFAS, stóð fyrir kaffihúsastemningu á Nýtorgi þar sem hægt var að versla sér góðgæti og kaffi með og styrkja þannig félagsstarf nemenda. Til stendur að halda jólaball fyrir nemendur þann 19. desember, en NemFAS hefur haldið uppi öflugu starfi í vetur, og...
Með listagallerí heima hjá sér
Hjónin Lind Völundardóttir og Tim Junge fluttu til Hornafjarðar árið 2018, Tim lauk námi við Konunglegu akademíuna í Den Haag og eftir námið vann hann með hópi listamanna og stofnuðu þeir B141 sem er vinnustofurými fyrir listamenn og nokkru seinna stofnuðu þeir einnig Quartair contemporary arts iniatives. Megintilgangur Quartair var að stuðla að menningarlegum skiptiverkefnum við norðurlöndin...
Málfríður malar, 31. ágúst
Í dag ætla ég að kvarta örlítið varðandi vissan hóp opinberra starfsmanna, og annarra. Vitanlega eru ekki allir sem eiga skilið þetta tuð mitt en þeir sem eiga það skilið, virkilega takið það til ykkar og breytið hegðun ykkar. Hópurinn sem um ræðir eru þeir sem til dæmis keyra fyrir félagsþjónustuna á Höfn. Eins og flestir...
Íbúafundur um almannavarnir vegna sprungu í Svínafellsheiði
Haustið 2014 fannst sprunga ofan Svínafellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 m yfir yfirborð jökulsins. Vorið 2018 uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í...
Hljómsveitin Ómland gefur út sitt fyrsta lag
Þórdísi Imsland þarf ekki að kynna fyrir Hornfirðingum en hún er fædd og uppalin á Höfn og hún tók þátt í hæfileikakeppninni The Voice Ísland með góðum árangri. Þórdís er nú hluti af hljómsveitinni Ómland, en ásamt henni eru Rósa Björg Ómarsdóttir og Helgi Reynir Jónsson en þau kynntust öll við gerð The Voice Ísland og hafa...