Velheppnað Fjölþjóðaeldhús
Föstudagskvöldið 25. júní hélt verkefnastjóri fjölmenningarmála í samvinnu við Rauða krossinn og MMH matarboð undir yfirskriftinni Fjölþjóðaeldhúsið.Að þessu sinni var boðið upp á matargerð frá Filippseyjum, Tælandi og Íslandi og sáu Manee Mamorom, Warayut Mamorom, Wellah Magno, Sheryl Florendo og Kristján Sigurður Guðnason um matargerðina.Afar vel tókst til og var fullt út að dyrum einsog sjá má...
Bókakynning og ljóðalestur í Þórbergssetri á Hala
Bókaútgáfa Félags ljóðaunnenda á Austurlandi og önnur starfsemi félagsins verður kynnt í Þórbergssetri á Hala sunnudaginn 30. apríl 2023. Dagskráin hefst klukkan 13:30 og lýkur klukkan 15:30. Stjórn félagsins stendur að kynningunni í samstarfi við Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumann Þórbergsseturs. Eftirtalið stjórnarfólk kemur fram á samkomunni og segir frá bókum félagsins og flytur ljóð úr þeim: Arnar Sigbjörnsson...
Takk fyrir okkur!
Lungann úr síðustu viku voru fleiri nemendur í FAS en alla jafna. Ástæðan var sú að hér voru í heimsókn nemendur og kennarar í nýjasta samskiptaverkefni í FAS sem fjallar um náttúrulegar auðlindir. Þetta er tveggja ára verkefni sem hófst 1. ágúst og var fyrsta heimsóknin til Íslands. Þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland og eru 10...
Börn eru mikilvægust!
Almennt er fólk sammála um að það mikilvægasta í lífinu sé fjölskyldan, börnin og ástvinir. Ekki tekst þó alltaf að manna þau störf sem snúa að því að vinna með börnum eða ástvinum okkar sem þarfnast umönnunar. Eins og glöggir notendur heimasíðu sveitarfélagsins hafa tekið eftir þá er stöðugt verið að auglýsa eftir starfsfólki í leikskólann Sjónarhól....
Þorvaldur þusar 9.nóvember
Skipulagsmál Hluti 1.
Í næstu pistlum ætla ég að þusa vítt og breitt um skipulagsmál í Hornafirði. Skortur á byggingarhæfum lóðum hefur lengi verið viðvarandi í þéttbýlinu á Höfn. Þessi skortur hefur mjög líklega haft áhrif á þróun byggðar einkum og sér í lagi á seinni árum. Vissulega hafa verið gerðar tilraunir til...