Sögur kvenna af jöklum og jöklabreytingum
Næstu mánuði mun Dr. M Jackson hafa aðsetur í Nýheimum en hún er landfræðingur, jöklafræðingur og rannsakandi hjá National Geographic. M kemur frá Alaska en hún hefur áður dvalið á Höfn í tengslum við verkefni sín. Árin 2016-2017 kom hún til Hafnar í fyrsta sinn og vann þá að skrifum á bók sinni The Secret Lives of Glaciers. M...
Humarhátíð 2019 – hátíðin okkar allra!
Nú hefur Humarhátíðarnefnd 2019 formlega tekið til starfa en hana skipa fulltrúar nefndarinnar frá í fyrra með smá afföllum. Stefnum við að góðri hátíð með sama sniði og í fyrra en það er ekki hægt að gera án ykkar, kæru Hornfirðingar. Viljum við helst hafa heimamenn í hverju horni, hvort sem er á sviði, í matsölu, með uppákomur, gæslu,...
Reisubók Kvennakórs Hornafjarðar
Það er óhætt að segja að uppátæki Kvennakórs Hornafjarðar hafi vakið athygli undanfarna mánuði, ekki bara á Hornafirði heldur landinu öllu. Í stað þess að leggja árar í bát á þessum fordæmalausu tímum sóttu konur í sig veðrið og framkvæmdu ótrúlegustu hluti undir styrkri stjórn Heiðars Sigurðssonar kórstjóra. Kórinn gaf út þrjú tónlistarmyndbönd, keyrði um Höfn ...
Spjallað við Hrefnu, Kötu og Sverri
-í Félagi Harmonikkuunnenda í Hornafirði og nágrenni, F.H.U.H
Á sunnudagsmorgni, fallegum haustdegi býður, Hrefna stjórnarmeðlimum heim í stofu í spjall. Harmonikkan hljómar í sveiflandi valsi og í stofunni er morgunverðarhlaðborð hvar þremenningarnir sitja með morgunkaffið og spjalla.
,,Má ég ekki eiginlega kalla ykkur framkvæmdanefndina? Það er nú afrek að setja í...
Þrístökk á Fagurhólsmýri
Næstkomandi þriðjudag, 5. júlí kl. 13:00, fer fyrsti hluti Þrístökks fram í Sláturhúsinu á Fagurhólsmýri. Myndlistarnemarnir Birgitta Karen Sveinsdóttir og Rein Rodemeier sem bæði nema listmálun við myndlistardeild Listaháskólans AKI í Hollandi sýna verk sín sem þau hafa unnið undanfarna mánuði hér í Öræfum, þar sem þau hafa tekið þátt í bústörfum á Hnappavöllum. Þemað í verkum...