Ný Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs
Á fundi þann 28. nóvember 2022, afgreiddi stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um fyrirkomulag gjaldtöku á árinu 2023. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú sett reglugerð á grundvelli þessara tillagna. Í þessari stuttu yfirferð verður gerð grein fyrir því hvaða áhrif ný gjaldskrá hefur á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Frá því um haustið 2017 hafa verið innheimt svæðisgjöld í Skaftafelli en sú...
Samtal um sjálfsævisögur
Pétur
Soffía Auður
Pétur Gunnarsson og Soffía Auður Birgisdóttir ræða saman og lesa upp úr þýðingum sínum á sjálfsæviskrifum Jeans-Jacques Rousseau og Virginiu Woolf Nýútkomnar eru þýðing Péturs Gunnarssonar á sjálfsævisögu franska höfundarins Jean-Jacques Rousseau og þýðing Soffíu Auðar Birgisdóttur á endurminningum ensku skáldkonunnar Virginiu Woolf. Játningar Rousseau...
Pilot námskeið
Nýheimar Þekkingarsetur hélt nýverið valdeflandi námskeið ætluðu ungmennum í nemendafélagi FAS og ungmennaráði Hornafjarðar. Námskeiðið er hluti af evrópuverkefninu LEGENDS, styrkt af Erasmus+. Námskeiðið heppnaðist prýðilega og megum við Hornfirðingar aldeilis vera stolt af ungu kynslóðinni sem hér býr. Megin áhersla námskeiðsins var valdefling ungmenna til frekari þátttöku í samfélaginu. Rætt var um upplifun þeirra af samfélaginu...
Ný upplýsingaskilti og skemmtilegur ratleikur
Undanfarið hafa verið sett upp ný upplýsingarskilti á Höfn þar sem saga sveitarfélagsins er dregin fram. Á upplýsingaspjöldunum ferðumst við aftur í tímann að upphafi byggðar 1897 og skoðum lífið á Höfn fyrr á tímum. Við gerð skiltanna var stiklað á stóru í sögu Hafnar og megin þáttum samfélagsins gerð skil.
Skiltin eru 27 talsins og samhliða þeim...
Félagslandbúnaður í Hornafirði
Mánudaginn síðastliðinn var haldinn áhugaverður kynningarfundur um félagslandbúnað. Fundurinn var haldin í Nýheimum við mikinn áhuga viðstaddra. Eftir stutta útskýringu á hugmyndafræði félagslandbúnaðar (e. Community supported agriculture / CSA) fengu fundargestir kynningu frá Hildi Dagbjörtu Arnardóttur hjá Gróanda á Ísafirði. Gróandi er sjálfstætt ræktunarfélag sem hefur þann eina tilgang að rækta grænmeti fyrir félagsmenn sína án hagnaðar og er...